Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 45
RÆÐA Á LISTAMANNAÞINGI 1950 35 inu, eru vondar. Hann er aldrei búinn að ná markinu, einginn listamað- ur er búinn að ná markinu. Og það er ekki til meiri ógæfa fyrir lista- mann en vera festur sem stjarna uppá himinhvolfið í heldri stássstofu; festur uppá gálga kunníngjalofsins og innansveitardýrðarinnar. Rétt er það, að skapgerð ýmsra listamanna er svo farið, að þeim finst öll gagnrýni og allar aðfinslur við sig vera fjandskapur, og hver sá maður óvinur hans sem dragi við sig hólið uni verk hans. Slík afstaða viðvaníngsins gagnvart aðfinslum er vitanlega orsökuð af skorti á sjálfs- gagnrýni, — þessum nauðsynlega og óhjákvæmilega stjórnara allrar skynsamlegrar listsköpunar. En það er nú einusinni svo að sá maður sem ekki tekur fagnandi allri gagnrýni, en lætur blekkjast af hóli eða ergist af níði, hann er ekki listamaður og getur ekki orðið það. Ef sjálfs- gagnrýni listamannsins er ekki fullvakandi, þá kemur gagnrýni annarra manna honum vitanlega að jafnlitlu liði sem hól og níð. Þér afsakið þó ég hafi ekki þóst geta flutt hér setníngarerindi án þess að minnast á nauðsyn gagnrýninnar fyrir íslenskar listir, — hlut- lægrar, staðgóðrar og efnisfastrar gagnrýni. En þó er það svo að eitt er allri gagnrýni meira og mikilsverðara, og svo nauðsvnlegt, að ef það væri ekki til, þá mundu allar listahallir fánýtar hversu dýrleg- ar sem þær væru að smíði; og þetta er það ásigkomulag hugarins, sem elur listaverk, sá guðmóður sem er framhrundníngarafl allra lista- verka, upphaf þeirra og undirrót. Guðmóður: —- ég veit vel að þetta er einkennilegt orð, nokkuð úrelt á svipinn eftilvill, og erfitt að skil- greina það fyrirvaralaust —- ekki síst þar sem það gæti freistað manna til að flvtja það á eitthvert svið sem liggur fyrir utan og ofan mensk- an veruleik, freistað til guðfræðilegra eða dulspekilegra skýrínga; — já ég er í rauninni nú loks kominn að efni í nýa ræðu, miklu leingri en sú var sem ég hef þegar haldið. En ég skal ekki fara að halda þá ræðu núna. Eg veit líka að það er óþarft að skilgreina fyrir lista- mönnum þessa undirrót allrar góðrar og sannverulegrar listar. En það sem ég átti við er, ofur einfaldlega, hið innilega samband listamanns- ins við þjóðhjartað, það samband sem gerir hann ekki aðeins sjáanda heldur og tjáanda hjartfólgnustu áhugamála, vona og þrár þess rnann- legs samfélags sem vér erum óaðskiljanlegur hluti af; — ef lífæð aldarinnar er ekki kvika sjálfs listaverksins, mun það aldrei öðlast al- ment gildi, hinsvegar upphefur þjóðin sérhvert listaverk þar sem hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.