Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 45
RÆÐA Á LISTAMANNAÞINGI 1950
35
inu, eru vondar. Hann er aldrei búinn að ná markinu, einginn listamað-
ur er búinn að ná markinu. Og það er ekki til meiri ógæfa fyrir lista-
mann en vera festur sem stjarna uppá himinhvolfið í heldri stássstofu;
festur uppá gálga kunníngjalofsins og innansveitardýrðarinnar.
Rétt er það, að skapgerð ýmsra listamanna er svo farið, að þeim
finst öll gagnrýni og allar aðfinslur við sig vera fjandskapur, og hver
sá maður óvinur hans sem dragi við sig hólið uni verk hans. Slík afstaða
viðvaníngsins gagnvart aðfinslum er vitanlega orsökuð af skorti á sjálfs-
gagnrýni, — þessum nauðsynlega og óhjákvæmilega stjórnara allrar
skynsamlegrar listsköpunar. En það er nú einusinni svo að sá maður
sem ekki tekur fagnandi allri gagnrýni, en lætur blekkjast af hóli eða
ergist af níði, hann er ekki listamaður og getur ekki orðið það. Ef sjálfs-
gagnrýni listamannsins er ekki fullvakandi, þá kemur gagnrýni annarra
manna honum vitanlega að jafnlitlu liði sem hól og níð.
Þér afsakið þó ég hafi ekki þóst geta flutt hér setníngarerindi án
þess að minnast á nauðsyn gagnrýninnar fyrir íslenskar listir, — hlut-
lægrar, staðgóðrar og efnisfastrar gagnrýni. En þó er það svo að eitt
er allri gagnrýni meira og mikilsverðara, og svo nauðsvnlegt, að ef
það væri ekki til, þá mundu allar listahallir fánýtar hversu dýrleg-
ar sem þær væru að smíði; og þetta er það ásigkomulag hugarins,
sem elur listaverk, sá guðmóður sem er framhrundníngarafl allra lista-
verka, upphaf þeirra og undirrót. Guðmóður: —- ég veit vel að þetta
er einkennilegt orð, nokkuð úrelt á svipinn eftilvill, og erfitt að skil-
greina það fyrirvaralaust —- ekki síst þar sem það gæti freistað manna
til að flvtja það á eitthvert svið sem liggur fyrir utan og ofan mensk-
an veruleik, freistað til guðfræðilegra eða dulspekilegra skýrínga; —
já ég er í rauninni nú loks kominn að efni í nýa ræðu, miklu leingri
en sú var sem ég hef þegar haldið. En ég skal ekki fara að halda þá
ræðu núna. Eg veit líka að það er óþarft að skilgreina fyrir lista-
mönnum þessa undirrót allrar góðrar og sannverulegrar listar. En það
sem ég átti við er, ofur einfaldlega, hið innilega samband listamanns-
ins við þjóðhjartað, það samband sem gerir hann ekki aðeins sjáanda
heldur og tjáanda hjartfólgnustu áhugamála, vona og þrár þess rnann-
legs samfélags sem vér erum óaðskiljanlegur hluti af; — ef lífæð
aldarinnar er ekki kvika sjálfs listaverksins, mun það aldrei öðlast al-
ment gildi, hinsvegar upphefur þjóðin sérhvert listaverk þar sem hún