Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 162

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 162
152 ibættismenn ríkisins reykelsi og færðu ■anda hans fórnir sem hins mesta vel- gerðamanns og kenniföður ríkisins. Minnistöflur um liann voru í hverjum skóla og kenningar hans á hvers manns vörum. Aldrei var hann þó tign- aður sem guð, heldur sem staðgengill guðs á jörðu“ (bls. 79). . Á svipaðan hátt er lýst speki og trú- arlífi Indverja, sagt frá hinum helgu bókum, raktar ýmsar stefnur innan indversks átrúnaðar, rækilegast kenn- ing Búddha. Margt er háleitt og töfr- andi í kenningum þessum, og mjög verða trúarbrögðin margvísleg, þegar þannig er rakin þróun þeirra hjá ýms- um þjóðum frá elztu tímum og fram á okkar dag. Má þar finna hinar römm- ustu andstæður. Búddha kennir t. d. að hinn spaki maður varpi frá sér allri áhyggju og veraldariðju, fari bónbjörg- um til þess að seðja hungur sitt, en setjist síðan í skuggann og gefi sig hugleiðingum sínum á vald. Þetta líf- erni eitt gerir hann hæfan til inn- göngu í nirvana. En Mazdatrú Araba sér jarðneskar athafnir í öðru Ijósi: „Skapari heimsins, höfundur lífsins, hvernig eflum vér bezt Mazdatrúna?" Ahúra svarar: „Með því að sá korni,“ og bætir við litlu síðar: „Sá, sem sáir komi, sáir lögmáli lífsins og eflir Mazdatrúna; hann elur hana með styrkleik hundrað vaskra manna, liinu nærandi afli þúsund kvenna og tíu þús- und fóma. Þá er korninu er sáð, skelf- ast djöflarnir; er kornið sprettur, titr- ar í þeim hjartað; er það grænkar, taka þeir að hrína, en er komaxið kemur í ljós, flýja þeir. I húsi, þar sem kornið dvín, þrífast djöflarnir; en þar sem gnægð er koms, er það sem gló- andi jám í kverkum þeirra" (bls. 288). TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Kemur ekki fram í þessari eldfornu arabisku trú skilningur margra nútíma- manna á sannri guðsþjónustu: barátt- unni gegn örbirgð og þeirri kúgun, sem veldur henni og eykur á hana? Óneitanlega hljómar mörg trúarsetn- ingin hjárænulega í eyrum okkar, en próf. Ágúst rekur þær allar með heim- spekilegri ró, sem hvergi lætur sér bregða. Einstöku sinnum ber þó út af þessu, eins og hann óttist, að við mun- um sannfærast af kreddunum. Þannig stenzt hann ekki mátið, þegar liann hefur lýst kenningu brahmatrúarinnar um sálnaflakk, heldur reynir að gefa á henni nútímaskýringu: líffræðilega og hagfræðilega séð koma syndir feðranna niður á börnunum. „En að vér fljúgum frá einni tegund til annarrar, nær auð- vitað ekki nokkurri átt“ (181). Á líkan hátt varar liann okkur við stjamvísi Babelsbúa: „Auðvitað er stjarnvísi þessi og stjörnuspár einber hégómi og hjátrú, þótt hún hafi haft svo mikil áhrif víða um lönd, að enn eimi eftir af þessari „Kaldeavizku" í trú alþýðu manna“ (bls. 255). Slíkar viðvaranir blanda frásögnina nokkurri kímni. Hinar nákvæmu lýsingar höfundar á trú og trúrækni mættu vekja furðu, þegar þess er gætt, að lýst er átrúnaði og athöfnum, sem gerðust langt fram í rökkri forsögunnar. Hvaðan er vitn- eskjan mnnin? Átrúnaðurinn er að vísu rakinn af goðsögnum, en þær eft- ir misjafnlega tryggum heimildum, líkt og við þekkjum úr sögu germanskra trúarbragða. En um helgihald — eins og það gerðist raunvemlega — eru heimildirnir þó margfalt fátæklegri. Mér virðist sem betur hefði þurft að greina milli goðsagna (mythus) og lielgihalds (kultus). Rannsóknir í sögu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.