Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 162
152
ibættismenn ríkisins reykelsi og færðu
■anda hans fórnir sem hins mesta vel-
gerðamanns og kenniföður ríkisins.
Minnistöflur um liann voru í hverjum
skóla og kenningar hans á hvers
manns vörum. Aldrei var hann þó tign-
aður sem guð, heldur sem staðgengill
guðs á jörðu“ (bls. 79).
. Á svipaðan hátt er lýst speki og trú-
arlífi Indverja, sagt frá hinum helgu
bókum, raktar ýmsar stefnur innan
indversks átrúnaðar, rækilegast kenn-
ing Búddha. Margt er háleitt og töfr-
andi í kenningum þessum, og mjög
verða trúarbrögðin margvísleg, þegar
þannig er rakin þróun þeirra hjá ýms-
um þjóðum frá elztu tímum og fram á
okkar dag. Má þar finna hinar römm-
ustu andstæður. Búddha kennir t. d. að
hinn spaki maður varpi frá sér allri
áhyggju og veraldariðju, fari bónbjörg-
um til þess að seðja hungur sitt, en
setjist síðan í skuggann og gefi sig
hugleiðingum sínum á vald. Þetta líf-
erni eitt gerir hann hæfan til inn-
göngu í nirvana. En Mazdatrú Araba
sér jarðneskar athafnir í öðru Ijósi:
„Skapari heimsins, höfundur lífsins,
hvernig eflum vér bezt Mazdatrúna?"
Ahúra svarar: „Með því að sá korni,“
og bætir við litlu síðar: „Sá, sem sáir
komi, sáir lögmáli lífsins og eflir
Mazdatrúna; hann elur hana með
styrkleik hundrað vaskra manna, liinu
nærandi afli þúsund kvenna og tíu þús-
und fóma. Þá er korninu er sáð, skelf-
ast djöflarnir; er kornið sprettur, titr-
ar í þeim hjartað; er það grænkar,
taka þeir að hrína, en er komaxið
kemur í ljós, flýja þeir. I húsi, þar sem
kornið dvín, þrífast djöflarnir; en þar
sem gnægð er koms, er það sem gló-
andi jám í kverkum þeirra" (bls. 288).
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Kemur ekki fram í þessari eldfornu
arabisku trú skilningur margra nútíma-
manna á sannri guðsþjónustu: barátt-
unni gegn örbirgð og þeirri kúgun, sem
veldur henni og eykur á hana?
Óneitanlega hljómar mörg trúarsetn-
ingin hjárænulega í eyrum okkar, en
próf. Ágúst rekur þær allar með heim-
spekilegri ró, sem hvergi lætur sér
bregða. Einstöku sinnum ber þó út af
þessu, eins og hann óttist, að við mun-
um sannfærast af kreddunum. Þannig
stenzt hann ekki mátið, þegar liann
hefur lýst kenningu brahmatrúarinnar
um sálnaflakk, heldur reynir að gefa á
henni nútímaskýringu: líffræðilega og
hagfræðilega séð koma syndir feðranna
niður á börnunum. „En að vér fljúgum
frá einni tegund til annarrar, nær auð-
vitað ekki nokkurri átt“ (181). Á líkan
hátt varar liann okkur við stjamvísi
Babelsbúa: „Auðvitað er stjarnvísi
þessi og stjörnuspár einber hégómi og
hjátrú, þótt hún hafi haft svo mikil
áhrif víða um lönd, að enn eimi eftir
af þessari „Kaldeavizku" í trú alþýðu
manna“ (bls. 255). Slíkar viðvaranir
blanda frásögnina nokkurri kímni.
Hinar nákvæmu lýsingar höfundar á
trú og trúrækni mættu vekja furðu,
þegar þess er gætt, að lýst er átrúnaði
og athöfnum, sem gerðust langt fram í
rökkri forsögunnar. Hvaðan er vitn-
eskjan mnnin? Átrúnaðurinn er að
vísu rakinn af goðsögnum, en þær eft-
ir misjafnlega tryggum heimildum, líkt
og við þekkjum úr sögu germanskra
trúarbragða. En um helgihald — eins
og það gerðist raunvemlega — eru
heimildirnir þó margfalt fátæklegri.
Mér virðist sem betur hefði þurft að
greina milli goðsagna (mythus) og
lielgihalds (kultus). Rannsóknir í sögu