Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 120
110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hann þaut út úr blómabeðinu og gekk á hljóðið, þá sá hann móður
sína korna ofan grasflötina frá húshorninu. Hún gekk einkennilega,
næstum hljóp, með kryppu upp úr bakinu og hausinn niður við jörð.
Hún hafði eitthvað í kjaftinum.
Kettlingurinn starði á hana forviða og mjálmaði. Hún varð hans
vör og staðnæmdist. Hún lét falla til jarðar það sem hún bar í kjaft-
inum og steig ofan á það annarri framlöppinni. Síðan lyfti hún hausn-
um og kallaði ennþá einu sinni á hann urrandi. Hún fletti af tönnun-
um, lét tunguna lafa, rauða og vota, glitrandi í sólskininu, og mjálm-
aði.
Kettlingurinn varð mjög æstur. Hann stökk upp í loftið og sentist
til móður sinnar með rófuna í boga. Þegar hann nálgaðist, sló hún
nokkrum sinnunr létt með loppunni á það sem hún hafði látið detta.
Kettlingurinn stanzaði, lagðist á kviðinn og horfði athugull á það sem
hún var með.
Það var lítil brún mús. Hún hafði veitt hana þar sem hún var að narta
í ostskorpu undir eldhúsborðinu. Músin var ósærð, kisa hafði ekki
bitið hana, en hún stundi af ótta og undan þrýstingnum af loppu katt-
arins sem stóð á henni. Osjálfrátt hlýðnaðist hún kettinum og dróst
áfram þegar hann sló til hennar, en hún komst ekki nema nokkur skref
vegna skjálfta í öllum skrokknum. Skjálftinn var svo smáger að hann
sást hvergi nema á veiðihárunum og mjóu trýninu sem kipptist til eins
og í krampateygjum við hvern andardrátt.
Nú lá hún næstum á hliðinni með langan halann, líkastan tágarenda,
teygðan beint út frá sér. A brúnu bakinu og huppnum var slefa úr
kjafti kattarins og á þeim sáust tannaför hans.
Kettlingurinn elti músina þegar hún reyndi að skreiðast áfram. En
í stað þess að hremma hana með loppunni og leika sér að henni, eins
og hann var vanur að gera með leikfang sitt, hljóp hann í hringi,
hálfsmeykur og truflaður af einhverri einkennilegri tilfinningu. Svo
fleygði hann sér í grasið, teygði frá sér lappirnar og horfði áfergjulega
á langan rottuhalann, sem var eins og spotti sem dreginn var eftir jörð-
inni. Þegar músin stanzaði, færði kettlingurinn sig nær, rétti fram
loppuna og snerti halann. Músin skreiddist áfram um eitt skref og lá
svo kyrr. Aftur snart kettlingurinn halann. Að þessu sinni hreyfði
músin sig ekki. Kettlingurinn leit á móður sína og mjálmaði aumingja-