Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 120
110 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hann þaut út úr blómabeðinu og gekk á hljóðið, þá sá hann móður sína korna ofan grasflötina frá húshorninu. Hún gekk einkennilega, næstum hljóp, með kryppu upp úr bakinu og hausinn niður við jörð. Hún hafði eitthvað í kjaftinum. Kettlingurinn starði á hana forviða og mjálmaði. Hún varð hans vör og staðnæmdist. Hún lét falla til jarðar það sem hún bar í kjaft- inum og steig ofan á það annarri framlöppinni. Síðan lyfti hún hausn- um og kallaði ennþá einu sinni á hann urrandi. Hún fletti af tönnun- um, lét tunguna lafa, rauða og vota, glitrandi í sólskininu, og mjálm- aði. Kettlingurinn varð mjög æstur. Hann stökk upp í loftið og sentist til móður sinnar með rófuna í boga. Þegar hann nálgaðist, sló hún nokkrum sinnunr létt með loppunni á það sem hún hafði látið detta. Kettlingurinn stanzaði, lagðist á kviðinn og horfði athugull á það sem hún var með. Það var lítil brún mús. Hún hafði veitt hana þar sem hún var að narta í ostskorpu undir eldhúsborðinu. Músin var ósærð, kisa hafði ekki bitið hana, en hún stundi af ótta og undan þrýstingnum af loppu katt- arins sem stóð á henni. Osjálfrátt hlýðnaðist hún kettinum og dróst áfram þegar hann sló til hennar, en hún komst ekki nema nokkur skref vegna skjálfta í öllum skrokknum. Skjálftinn var svo smáger að hann sást hvergi nema á veiðihárunum og mjóu trýninu sem kipptist til eins og í krampateygjum við hvern andardrátt. Nú lá hún næstum á hliðinni með langan halann, líkastan tágarenda, teygðan beint út frá sér. A brúnu bakinu og huppnum var slefa úr kjafti kattarins og á þeim sáust tannaför hans. Kettlingurinn elti músina þegar hún reyndi að skreiðast áfram. En í stað þess að hremma hana með loppunni og leika sér að henni, eins og hann var vanur að gera með leikfang sitt, hljóp hann í hringi, hálfsmeykur og truflaður af einhverri einkennilegri tilfinningu. Svo fleygði hann sér í grasið, teygði frá sér lappirnar og horfði áfergjulega á langan rottuhalann, sem var eins og spotti sem dreginn var eftir jörð- inni. Þegar músin stanzaði, færði kettlingurinn sig nær, rétti fram loppuna og snerti halann. Músin skreiddist áfram um eitt skref og lá svo kyrr. Aftur snart kettlingurinn halann. Að þessu sinni hreyfði músin sig ekki. Kettlingurinn leit á móður sína og mjálmaði aumingja-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.