Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 107
LÍFFRÆÐIKENNINGAR í RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM 97 varið' sem veittir eru til kennslu og vísindastarfsemi í þágu landbúnað- arins. En eins og kunnugt er verja Ráðstjórnarríkin meira fé til nátt- úruvísinda en nokkurt annað ríki miðað við þjóðartekjur. Það er og eðlilegur hlutur í sósíalistísku þjóðfélagi að til sé sameig- inleg yfirstjórn þessara mála, sem tekur ákvörðun um að lögð skuli áherzla á þetta eða hitt öðru fremur. Það getur auðvitað komið fyrir að einhverri áætlun sé hætt, einni eða annarri rannsóknarstofnun lok- að, kennslustólar lagðir niður og aðrir stofnaðir. Þetta getur haft eðli- legar orsakir og gerist reyndar líka í öðrum löndum, ekki sízt á stríðs- tímum þegar vísindastörf eru venju fremur háð skipulagningu. Eitt atriði er það enn varðandi þessar deilur líffræðinganna í Ráð- stjórnarríkjunum sem vakið hefur athygli og talsverða andúð hjá sumum. Það er krafan um að vísindin skuli vera gagnleg. í langri og ýtarlegri grein um þetta mál í „Naturens Verden“ eftir Mogens Westergaard fordæmir hann þetta sjónarmið harðlega og held- ur fram vísindunum vegna vísindanna, sannleiksleit sannleikans vegna, og segir það vera frumstæð mannréttindi að „drive den rene Erken- delsesforskning“. Nú held ég varla að slík sannleiksleit sé bönnuð í Ráðstjórnarríkj- unum þótt lögð sé áherzla á hið hagnýta nú sem stendur, eins og eðli- legt er þar sem Ráðstjórnarríkin keppa að því að skapa allsnægtir fyrir alla, þ. e. að fullnægja reglu kommúnismans að sérhver fái af lífsins gæðum eftir þörfum í stað þess, sem nú gildir, á stigi sósíalism- ans, að sérhver beri úr býtum eftir verðleikum. Krafan um hagnýtan árangur á sem skemmstuin tíma er okkur líka allvel kunn, a. m. k. gildir sú krafa ætíð á stríðstímum, þegar um hern- aðarnauðsyn er að ræða. Það hefur einmitt verið glíman við praktísk viðfangsefni, ekki sjald- an hernaðarleg, sem fleygt hefur hinum fræðilegu vísindum fram, og jafnvel hafa nýjar fræðigreinar skapazt við lausn slíkra praktískra við- fangsefna. Mig minnir að ég hafi einhversstaðar séð það haft eftir Stalín að fræðikenningin þurfi ætíð að vera á undan framkvæmdunum og vera leiðarljós þeirra. Jafnframt þurfi kenning og framkvæmd að vera í sem nánustum tengslum, mynda eina heild. Það er auðvitað mjög víðtækt svið að ræða afstöðu vísindanna til Tímarit Máls og menningar, 1.—2. h. 1950 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.