Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 107
LÍFFRÆÐIKENNINGAR í RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM
97
varið' sem veittir eru til kennslu og vísindastarfsemi í þágu landbúnað-
arins. En eins og kunnugt er verja Ráðstjórnarríkin meira fé til nátt-
úruvísinda en nokkurt annað ríki miðað við þjóðartekjur.
Það er og eðlilegur hlutur í sósíalistísku þjóðfélagi að til sé sameig-
inleg yfirstjórn þessara mála, sem tekur ákvörðun um að lögð skuli
áherzla á þetta eða hitt öðru fremur. Það getur auðvitað komið fyrir
að einhverri áætlun sé hætt, einni eða annarri rannsóknarstofnun lok-
að, kennslustólar lagðir niður og aðrir stofnaðir. Þetta getur haft eðli-
legar orsakir og gerist reyndar líka í öðrum löndum, ekki sízt á stríðs-
tímum þegar vísindastörf eru venju fremur háð skipulagningu.
Eitt atriði er það enn varðandi þessar deilur líffræðinganna í Ráð-
stjórnarríkjunum sem vakið hefur athygli og talsverða andúð hjá
sumum. Það er krafan um að vísindin skuli vera gagnleg.
í langri og ýtarlegri grein um þetta mál í „Naturens Verden“ eftir
Mogens Westergaard fordæmir hann þetta sjónarmið harðlega og held-
ur fram vísindunum vegna vísindanna, sannleiksleit sannleikans vegna,
og segir það vera frumstæð mannréttindi að „drive den rene Erken-
delsesforskning“.
Nú held ég varla að slík sannleiksleit sé bönnuð í Ráðstjórnarríkj-
unum þótt lögð sé áherzla á hið hagnýta nú sem stendur, eins og eðli-
legt er þar sem Ráðstjórnarríkin keppa að því að skapa allsnægtir
fyrir alla, þ. e. að fullnægja reglu kommúnismans að sérhver fái af
lífsins gæðum eftir þörfum í stað þess, sem nú gildir, á stigi sósíalism-
ans, að sérhver beri úr býtum eftir verðleikum.
Krafan um hagnýtan árangur á sem skemmstuin tíma er okkur líka
allvel kunn, a. m. k. gildir sú krafa ætíð á stríðstímum, þegar um hern-
aðarnauðsyn er að ræða.
Það hefur einmitt verið glíman við praktísk viðfangsefni, ekki sjald-
an hernaðarleg, sem fleygt hefur hinum fræðilegu vísindum fram, og
jafnvel hafa nýjar fræðigreinar skapazt við lausn slíkra praktískra við-
fangsefna.
Mig minnir að ég hafi einhversstaðar séð það haft eftir Stalín að
fræðikenningin þurfi ætíð að vera á undan framkvæmdunum og vera
leiðarljós þeirra. Jafnframt þurfi kenning og framkvæmd að vera í
sem nánustum tengslum, mynda eina heild.
Það er auðvitað mjög víðtækt svið að ræða afstöðu vísindanna til
Tímarit Máls og menningar, 1.—2. h. 1950 7