Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 86
76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
á köldu og hrufóttu málmgólfi. Ég þoli þetta ekki, hugsaði hann, ég
dey. Þvínæst rifjaði hann upp fyrir sér nokkrar bænir sem móðir hans
hafði kennt honum þegar hann var drengur, las þær í hljóði ásamt
faðirvori og blessunarorðum, lokaði augunum og beið þess sem verða
vildi.
Hann gat ekki gert sér neina grein fyrir því hvort hann var lengur
eða skemur í þessu voveiflega farartæki, en allt í einu fann hann að
það staðnæmdist. Hann var dreginn út úr klefanum. Beljakarnir ein-
kennisbúnu fóru með fingurna upp í hann og tóku út úr honum gin-
keflið, leystu hann úr járnum, dustuðu kusk og ryk af buxunum hans,
brostu við honum og hneigðu sig.
Kondu vinur, sögðu þeir, kondu.
Þeir voru staddir fyrir framan dýrlega höll. Pétur Pálmason hafði
aldrei áður séð aðra slíka, jafnvel ekki í draumi. Þeir leiddu hann upp
hvít marmaraþrep og inn í geysilegan sal, þar sem allt Ijómaði eins og
gull og silfur, eða glitraði eins og kristall og perlur. Það var veizla
í salnum. Slökkviliðsmenn og lögregluþjónar stóðu teinréttir meðfram
öllum veggjum, en prúðbúið fólk með kartöflublóm í hneslunni sat við
langborð hlaðið krásum og ölföngum. Þarna var Nikulás Nikuláss út-
gerðarmaður, Jónatan Asgeirsson bankastjóri, Magnús H. J. Arnason
heildsali, þrír ritstjórar, fimm ráðherrar, fjölmargir alþingismenn og
einn pýramídaspámaður með kvenhatt á höfði og gulskræpótta strúts-
fjöður í hattinum. Hvert sem Pétur Pálmason leit sá hann andlit sem
hann þekkti, eða þóttist bera einhver kennsl á. Jafnvel gestgjafinn sem
sat í öndvegi með gleraugu á nefi, sléttleitur og mildur á svip eins og
hann hefði aldrei hugsað neitt Ijótt, minnti mjög á Ijósmyndir af þjóð-
höfðingja í fjarlægri heimsálfu.
Hann stóð nokkra stund á miðju gólfi, stjarfur og ringlaður, úfinn
og afkáralegur, unz hann rankaði skyndilega við sér og stamaði í
ofboði:
Þa-það verður að slökkva eldinn!
Verið þér rólegur, sagði Nikulás Nikuláss og lyfti glasi sínu.
Skál, sagði Magnús H. J. Árnason heildsali.
Ekkert að óttast, við erum hér eins og þér sjáið, sagði bankastjór-
inn og brosti við honum.