Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 80
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON:
Bruni
Pétur Pálmason kaupmaður hristi höfuðið og dæsti þunglega um
leið og hann fletti við blaðinu. Framhald á áttundu síðu, tautaði hann
í hálfum hljóðum, hvernig í ósköpunum fer þetta?
Feitlagin kona á sextugsaldri, góðleg á svip og rjóð í vöngum, bylti
sér óþreyjufull við hlið honum, svo að brakaði í rúminu.
Klukkan er farin að ganga eitt, sagði hún, hvenær ætlarðu að
slökkva ?
Eg er rétt að Ijúka við greinina, svaraði hann annarshugar. Þetta
er Ijóta ástandið á öllum sviðum. Fyrr má nú vera!
Það batnar ekkert þó að þú haldir fyrir mér vöku, sagði konan.
Pétur Pálmason rýndi um stund í blaðið, en fór síðan aftur að hrista
höfuðið og andvarpa.
Hvað gengur að þér? spurði konan. Ertu lasinn?
Nei, svaraði hann hálfgremjulega. Ég var að hugsa um þetta vand-
ræðaástand á öllum sviðum. Mér þætti gaman að vita hvað þeir gera.
Hverjir?
Þingmennirnir og stjórnin.
Hvað ætli þeir geri! sagði hún. Ég held það sé ekki nýtt að þeir
láti svona. Það leikur undir þeim vindur um áramótin!
Pétur Pálmason taldi þarflaust að gegna svo óviðurkvæmilegu hjali,
því að hann hafði fyrir löngu komizt að raun um að kona hans skildi
hvorki stjórnmál né þjóðmegunarfræði. Hann renndi augunum að
nýju yfir niðurlagsorð greinarinnar á áttundu síðu og starði þvínæst
hugsi framundan sér.
Ja horfurnar, tautaði hann, þær eru ekki glæsilegar.
Getum við gert að því? spurði konan.
Nei, svaraði hann og lagði frá sér dagblaðið. Nei. það er ekki okkur
að kenna, bætti hann við um leið og hann tók út úr sér gervitennurnar og