Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 93
LÍFFRÆÐIKENNINGAR í RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM
83
Þrem vikum eftir lok mótsins gaf stjórn vísindaráðs Sovétríkjanna
út tilskipun um endurskipulagningu allrar rannsóknarstarfsemi í þess-
ari fræðigrein á grundvelli kenninga Mitsjúríns og Lýsenkós. Nokkr-
um rannsóknarstofnunum skyldi lokað um stundarsakir og nokkrum
mönnum vikið úr embættum. Meðal þeirra sem vikið var úr stöðum
voru vísindamenn allvel kunnir í sinni fræðigrein á Vesturlöndum eins
og t. d. Smalhásen og Dubinín. Svo virðist þó sem þessir og fleiri vís-
indamenn í Ráðstjórnarríkjunum gegni fleiri en einni stöðu og haldi
sumum þeirra áfram.
Þessir atburðir í Ráðstjórnarríkjunum hafa vakið mikið umtal um
allan heim, einkum meðal vísindamanna. Allt frá því líffræðingamótinu
í Moskvu lauk sumarið 1948 hefur fjöldi tímarita, bæði vísindalegra
og alþýðlegra, flutt greinar um þessi mál.
Ræður þær sem fluttar voru á þessu sögulega móti hafa nú verið
gefnar út í einni bók, rússneska útgáfan í 200 þúsund eintökum; enn-
fremur þýðingar á ensku, þýzku og frönsku. Þetta er allmikið rit,
enska útgáfan er t. d. 630 síður í Skírnisbroti.
Árið 1943 kom út höfuðrit Lýsenkós um ættgengi. Ensk þýðing:
Heridity and its Variability, kom út í Bandaríkjunum 1946.
II
En um hvað stendur þá deilan milli hinnar nýju stefnu sem sigrað
hefur í Ráðstjórnarríkjunum og klassísku erfðafræðinnar? Lýsenkó
ræðst mjög harkalega á ýmsar kennisetningar klassísku erfðafræðinn-
ar, sem hann telur í verulegum atriðum rangar, svo sem kenningar
Weismanns um kímbrautina, mendelslögmál. kenninguna um erfða-
stofnana eða genin, kynhrein afbrigði, muninn á eðlisfari og svipfari
o. s. frv.
Höfuðatriðin í kenningum Lýsenkós og fylgismanna hans eru í sem
stytztu máli þessi þrjú. Lýsenkó heldur því fram,
1) að áunnir eiginleikar, þ. e. eiginleikar sem lífverurnar öðlast
fyrir áhrif umhverfisins, geti við ákveðnar aðstæður orðið arfgengir.
Lýsenkó er þannig í meginatriðum sammála franska vísindamanninum
Lamarck, sem hélt því fram í byrjun 19. aldar að áunnir eiginleikar
gengju í erfðir og hefði sköpun og þróun hinna ýmsu tegunda jurta