Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 144

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 144
ÁSGEIR HJARTARSON: Leiklist í Reykjavík I. Vígsla Þjóðleikhússins Það er sagt að menningarstig þjóða megi öðru fremur ráða af rækt þeirri og virkt sem ríkið sýni leikhúsmálum; nú hafa Islendingar eignazt þjóðleikhús, loksins! Saga þess er orðin löng og greinir eflaust frá mörgum víxlsporum og mistökum, en það látum við okkur litlu skipta á þessari stundu. Á sumar- daginn fyrsta fór vígslan fram, hinn 20. apríl, það var merkilegur atburður, há- tíðleg stund. Það eru örlög leiklistarinnar að lifa aðeins skamma hríð, en hverfa um leið og tjaldið fellur og salurinn tæmist; og þó er hún lífrænust og máttugust aUra listgreina og sú er snertir okkur sterkast og dýpst: í leikhúsinu er það maðurinn sjálfur, ljóslifandi og holdi klæddur, sem flytur okkur boðskap listarinnar. Leiklistin er tengd skáldskapnum órjúf- andi böndum og tekur tónlist og mynd- list í þjónustu sína; í sölum Þalíu, hin- um undarlega gerviheimi, ríkir hátíð, leikur og gleði, þar vörpum við af okkur fargi hins virka dags, kynnumst marg- breytilegu, iðandi lífi. En leikhúsið á framar öllu að vera skuggsjá aldarfars- ins, eins og Hamlet komst að orði, það á að vera framvörður menningarinnar, túlkur hugsjóna, boðberi mikilvægra sanninda. Þar eiga að hljóma kröfur um félagslegt réttlæti, þar á að svipta grím- unni af hræsni, ranglæti, kúgun, hindur- vitnum og lífslygi. Og þar eigum við að kynnast mannlegum sorgum og gleði, ástríðum, dáðum og draumum, og þó framar öllu okkur sjálfum, og ganga þaðan víðsýnni og djarfari en áður. En er ekki leikmennt okkar of fátæk- leg og hjálparvana enn sem komið er? Eru leikararnir íslenzku vaxnir þeim mikla vanda sem stofnun Þjóðleikhúss- ins leggur þeim á herðar? Spumingum þessum hafa leikararnir svarað, svör þeirra eru sjónleikarnir þrír sem sýndir voru á vígsluhátíð leikhússins, „Nýárs- nóttin“, „Fjalla-Eyvindur" og loks „ís- landsklukkan“. Starfsmenn hins nýja leikhúss lágu ekki á liði sínu, heldur lögðu dag við nótt, það var hlutverk þeirra að sýna þjóðinni allri hvers þeir orkuðu og hvers af þeim megi vænta á komandi árum. Allir tóku þátt í þessum leikum, frægir leikarar og óþekktir, þeir elztu sem þeir yngstu; og það er áhorf- endanna að dæma. Eflaust munu ýmsir láta sér fátt um finnast, enda því vanastir að kalla ekki allt ömmu sína, þeir hrista höfuðið eins og þeir vildu segja: Islenzkur iðnaður! Hinir munu þó fleiri sem viðurkenna að íslenzk leiklist sé komin til furðumikils þroska, og að sýningar þessar hafi verið leikhúsinu til sóma — án þess að gleyma þeim skorðum sem fámenni og illur að- búnaður hafa löngum sett hinni göfugu listgrein á landi hér. íslenzk leiklist er ung að árum, jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.