Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 125
PABLO NERUDA:
Draumarnir rætast
Pablo Neruda, skáldið frá Chile, er eitt mesta Ijóðskáld sem nú er uppi og yrkir á
spánska tungu. Fyrstu bókina gaf hann út 1921, þá aðeins 17 ára gamall. Hann er
ákaflega víðförull rnaður og hefur dvalizt langvistum erlendis, í Mexikó, á Spáni
og Ceylon. Á dögum spánska borgarastríðsins var hann ræðismaður Chileríkis í
Madrid. Þeir viðburðir skipuðu honum í vinstra fylkingararm nútímans. Eftir
heimsstyrjöidina var hann kosinn þingmaður og var fulltrúi kommúnískra námu-
manna í ættlandi sínu. Videla, forseti Chile, hafði komizt til valda með aðstoð komm-
únista. En hann sveik öll loforð og hóf ofsóknir gegn kommúnistum og allri alþýðu
í landinu. Skáldið Pablo Neruda var ákærður fyrir landráð, en mætti á þingfundi
og sneri landráðasökinni á hendur forsetanum í mikilli ræðu, er hann flutti þá á
þinginu. Neruda fór síðan huldu höfði í Chile, en tókst að sleppa úr landi og hefur
dvalizt erlendis síðan. — Hér fer á eftir brot úr ræðu, sem Pablo Neruda flutti fyrir
nokkrum mánuðum á friðarþingi amerískra þjóða í Mexikó.
Land mitt er, svo sem yður er kunnugt, afskekktast allra landa
Ameríku. Það liggur einangrað frá umheiminum, á aðra hlið af
Andesfjöllum, á hina hlið af hafi — en auk þess einangrað af lífs-
háttum aldagamals lénsveldis.
Þrátt fyrir þessa einangrun, bar svo við fyrir nokkru, að tvö stór-
veldi beindu athygli sinni að hinu fjarlæga og hrjáða föðurlandi mínu.
Tveimur stórþjóðum datt samtímis í hug að bjóða Chilebúa heim til
sín. Stjórn Bandaríkjanna bauð til sín yfirhershöfðingja chilíska hers-
ins. Eg er ekki hershöfðingi, ég er aðeins skáld, en einmitt um sama
leyti þáði ég heimboð af stórveldi — Ráðstjórnarsambandinu. Á
sömu stundu og hershöfðinginn frá Chile lagði af stað til þess að þefa
af kjarnorkusprengjunni, flaug ég til þess að hylla mikið, látið skáld,
mikið friðarins skáld, Alexander Sergejevitsj Púskín.
Hershöfðinginn er fyrir löngu kominn aftur heim til Chile. En ég
hef ekki getað haldið aftur heim, meðal annars vegna þess, að ég
var ekki viss um nema nokkrar af þeim byssukúlum, sem hershöfð-
inginn keypti á ferðalagi sínu, væru ætlaðar mér persónulega.
Eftir heimkomu sína hefur hershöfðinginn — í samræmi við það,
sem hann telur vera skyldu sína — skrifað margar ritgerðir landfræði-