Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 127
DRAUMARNIR RÆTAST
117
undir ungra manna og kvenna flykkjast til Ungverjalands til að taka
þátt í hátíðahöldum æskulýðs frá öllum löndum. Eg hafði séð unga
stúdenta í rústum Varsjárborgar taka þátt í endurreisnarstarfi frið-
arins á milli fyrirlestra. Ég hafði með mínum eigin augum séð tröll-
auknar byggingar, sem risu upp á nokkrum vikum undan höndum 25
þúsund ungra sjálfboðaliða frá Moskvu. Og alls staðar hafði ég
skynjað hina grómlausu gleði æskunnar í samvirku lífi. Þessi gleði
barst mér að eyrum eins og býflugnasuða eða fuglakliður úr stórum
skógi.
Og þegar ég á þessum degi, eftir svo mörg ár, tók fram mín gömlu
ljóð aftur, andspænis þýðendunum, sem biðu þess eins að ganga til
starfans — þegar eg las þessi blöð, sem höfðu kostað mig svo mikið
erfiði og eg hafði fágað svo vandlega — þá varð mér fljótlega Ijóst,
að þau voru ekki til neins nýt, að þau voru orðin úrelt, að þau voru
mörkuð bitrum hrukkum dáinnar aldar. Þessi ljóð liðu fram hjá mér,
hvert á fætur öðru, og mér fannst ekkert þeirra eiga það skilið að vera
dregið upp úr gleymskunni og eignast nýtt líf. Hvergi fann ég þann
málm, sem nota þarf til smíða, ekkert þessara ljóða hafði að geyma
hið holla brauð, sem mennirnir þar eystra þurfa á að halda.
Ég tók aftur ljóð mín. Ég vildi ekki, að gamall harmur skyldi sá
hugsýki í hið nýja líf. Ég vildi ekki að sú örvinglan og sári ótti, sem
sameiginlegir fjendur okkar hafa formyrkvað með æsku mína, skyldi
varpa skuggum sínum inn í byggingu vonarinnar. Ég vildi ekki að
nokkurt ljóð eftir mig skyldi verða gefið út í alþýðulýðveldunum. Og
í dag, er ég stend aftur á amerískri jörð, vil ég segja, að ég vil ekki
heldur að neitt af þessum gömlu Ijóðum verði endurprentað.
Skáld okkar aldar búa yfir stríðandi öflum, sem eru skilyrði lífsins,
og stundin er komin, er þau eiga að velja. Og hér er ekki aðeins um
val að ræða, heldur einnig persónulega ábyrgð.
Dauðadæmt þjóðfélag hefur mettað alla menningu helgeislum sín-
um, og margir okkar hafa í góðri trú átt sinn þátt í að gera andrúms-
loftið enn óhollara — en við eigum ekki loftið einir, heldur allir menn,
núlifandi menn og komandi kynslóðir.
Það er gott, að skáld, sem eru börn þessarar hannkvælaaldar, hafi
getað magnað fram það náttmyrkur, sem hefur grúfzt }"fir okkar
ameríska föðurland. En nú höfum við gengið inn í nýja öld. við lifum