Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 56
46 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hiksta og stama og að lokum komu orðin upp úr honum, eins og þegar verið er að setja bilaðan bíl í gang: „What happened to the Indians? Well, the Indians, you know — the fact is, the Indians disappeared.“ ítalinn sagði ekkert, en svipurinn bar með sér, að á þessari stundu hafði hann fengið fulla uppbót margra vikna angurs út af amerísku skilningsleysi á síðbornar, ítalskar hugsjónir. Þeir hurfu — það er staðreyndin, það er allt og sumt, eins og geir- fuglinn, eins og Búskmennirnir í Suður-Afríku, eins og litlu, svörtu frumbyggjarnir í Ástralíu — angursöm staðreynd brjóstgóðum mönn- um stöku sinnum, en hvíti maðurinn þurfti nú einu sinni svigrúm og hafði ekki öllu meiri tíma til þess í ákefð sinni að gera sér jörðina undirgefna að þyrma þessum tvífættu verum, frumbyggjum landanna, en við gefum okkur tóm til þess að sneiða hjá ánamöðkunum, þegar við stingum upp kálgarðinn. Hvíti maðurinn þurfti gull, þurfti hrá- efni, verzlunaraðstöðu, hernaðarítök, og þjóðir hurfu, mannflokkar hurfu, þjóðerni smælingja, tilvera þeirra, líf þeirra skipti engu, það var hvergi fært inn í útgj aldadálka stórfyrirtækjanna þótt smáar, van- megna þjóðir þurrkuðust út. Og svo er það enn, bæði í austri og vestri, hvort sem smælinginn er hvítur eða rauður, gulur eða svartur. En þó er það eitt, sem til þess þarf, að þjóð verði afmáð: Hún þarf að glata sjálfri sér. Hins eru vart dæmi, að þjóð hafi horfið, sem hélt sér vakandi, hafði lifandi sál. Þegar Þjóðverjar undir forustu Bismarcks réðust á Danmörku, urðu Danir að gefast upp fyrir ofureflinu. Sú uppgjöf varp skugga vonleys- is, smæðarkenndar, kvíða og kjarkleysis yfir huga þjóðarinnar. En þá hljómaði rödd Grundtvigs og hans manna. Þegar hinar ytri varnir landsins höfðu farið í mola og hið forna ríki hafði beðið hnekki, sem ekki hjó síður nærri þjóðarmetnaði en ytri aðstöðu, þá varð að treysta festar við annað akkeri, efla önnur virki þjóðinni til varnar, það varð að koma upp varnarvirkjum í hugarfari einstaklinganna. Hin öfluga vakning Grundtvigs, þjóðleg og kristin, bauð út og tefldi fram því varaliði, sem þjóð hefur öruggast en það er vilji einstaklingsins, hugsun hans, samvizka hans og sál. Ef þjóð á að hverfa, verður þetta síðasta virki, vígi hjartans, að falla. Sé það traust, er lífi hennar borg- ið í lengstu lög, þrátt fyrir þá möguleika til brottflutninga og strá- drápa, sem nú eru fyrir hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.