Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 148
138
Íslandsklukkan. Þorsteinn Ö. Step-
hensen sem Arnas Arnœus og Valdimar
Helgason sem etatsráðiS.
þess meS mikilli eftirvæntingu að fá að
líta „Islandsklukkuna“ á sviði, hinn
nýja sjónleik eftir þjóðskáldið Halldór
Kiljan Laxness. Eins og öllum er kunn-
ugt er leikritið samið úr hinum stór-
fenglega sagnabálki skáldsins um Jón
Hreggviðsson, Amas Amæus og Snæ-
fríði íslandssól, og því ekki sjálfstætt
verk í eðli sínu, en sögum hefur oftar
verið snúið í leikrit með betri árangri
en margir virðast halda. Þegar alls er
gætt má furðulegt kallast hversu vel
sagan nýtur sín í hinum nýja búningi,
en svo undarlega auðug er hún að
dramatískum krafti; þó að margs sé að
sakna er hitt fleira sem birtist í sjón-
leiknum í ským ljósi: einkenni persón-
anna, örlagaþungi sögunnar og undur-
samleg kýmni, og boðskapur hennar,
máttugur og hollur hverjum íslendingi;
og snilldarlegri tilsvör munu vandfund-
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
in, orð skáldsins bregða snöggri birtu:
yfir mikilvæg sannindi, lýsa sem leiftur
um nótt. Atriði leiksins og persónur eru
að vísu ekki færri en í verkum Shake-
speares, og atburðarásin harla marg-
slungin, en saga Jóns gamla Hreggviðs-
sonar, barátta hans fyrir rétti sínum og
lífi er sú sterka umgerð sem ber leikritið
uppi og heldur saman hinum stuttu, ó-
líku atriðum. — Með djarflegri en ör-
uggri stjórn sinni á þessu vandasama
verki hefur Lárus Pálsson unnið merki-
legt afrek; leikurinn er samræmdari en
nokkum hafði grunað, betur æfður og
unninn en hér hefur áður tíðkast, og í
hlutverkin ágætlega skipað; og yfir sýn-
ingunni allri ferskur blær og heillandi.
Brynjólfur Jóhannesson leikur Jón
Hreggviðsson af einstæðu fjöri og þrótti,
hann er hressilegur og fyndinn, þrjózkur
og ósveigjanlegur, og orðheppinn með
Íslandsklukkan. Lárus Pálsson sem
Jón Grindvikingur.