Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 23
ANDLEGT FRELSI 13 sósíalistisk lönd eru einu ríki í heimi. sem veita konum algert jafnræði við karlmenn. Beatrice Webb hefur ritað langan inngang að síðustu útgáfu bók- arinnar Soviet Communism, því að maður hennar mun þá hafa verið látinn. Þar tekur hún þessa spurningu til meðferðar: Er Stalín ein- ræðisherra (dictator) ? Hún sýnir fram á með skýrum rökum, að Stalín hafi ekki nokkurn snefil af einræðisvaldi. Forsætisráðherra Englands og forseta Banda- ríkjanna sé lagt í hendur meira einræðisvald en Stalín. Þar næst her hún upp þessa spurningu: Er pólitískt lýðræði í Sovét- ríkjunum? Henni svarar hún þannig og rökstyður svar sitt ýtarlega: „Sem svar við annari spurningunni — Er pólitískt lýðræði í USSR? er það Ijóst, staðfest í stjórnarskrá Sovétríkjasambandsins, eins og hún var endurskoðuð og í gildi tekin 1936, að í USSR er víðtækasta og jafnræðislegasta Iýðræði í heimi.“ Jörgen Jörgensen prófessor í heimspeki við háskólann í Kaupmanna- höfn hefur ritað einkar greinargóða bók um lýðræði. Hún kom út árið 1946 og ber nafnið: Det demokratiske samjund. Prófessor Jörgensen telur höfuðgreinar lýðræðisins vera fimm: póli- tískt lýðræði, réttarfarslegt lýðræði, sósíalt lýðræði, menningarlegt lýðræði og efnalegt lýðræði. Hann sýnir fram á, að efnalega lýðræðið sé undirstaða allra hinna greina lýðræðisins. Hann segir ennfremur um efnalega lýðræðið: ,,Að Sovétlýðveldunum undanskildum er efnalegt lýðræði hvergi innleitt og í engu landi auðæfum jafnar skipt en öðru. Jafnvel í landi eins og okkar (þ. e. Danmörku) hefur 20% borgaranna eins miklar tekjur og 80% þeirra, og 2% eiga eins miklar eignir og 98%.“ Meðan nokkrir einstaklingar drottni yfir auðlindum og auðæfum þjóðfélagsins, verði hinar greiiiar lýðræðisins, það er pólitíska, réttar- farslega, sósíala og menningarlega lýðræðið mjög af skornum skammti. Þessu misrétti þegnanna verði ekki kippt í lag, fyrr en búið sé að koma i kring undirstöðulýðræðinu, það er efnalegu lýðræði. Prófessor Jörgensen skýrir með táknmynd, hversu langt þessar fimm megingreinar lýðræðisins eru á veg komnar í Sovétrússlandi og einu mesta lýðræðisríki auðvaldsheimsins, Danmörku. Prófessorinn sýnir, að í Sovétrússlandi sé efnalega lýðræðið nálega algert. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.