Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 138
128
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og Ásgrímur Jónsson, og þessir málarar eru nú óumdeildir af al-
menningi. Síðan hafa margir lagt inn á sömu braut með misjöfnum
árangri, en einkum er það viss hópur hinna yngstu manna, sem orðið
hefur fyrir nokkru skilningsleysi og jafnvel aðkasti. Þessir ógæfu-
sömu málarar eru ýmist kallaðir abstrakt, módernistar eða klessu-
málarar. En þar sem ekkert af þessum orðum sýnir fyllilega, hvað um
er deilt, verða þau ekki nánar til umræðu hér.
Þó mun vera rétt að gera nokkra grein fyrir orðinu abstrakt, sem
hefur festst við sum seinustu afbrigði nútíma listar. Abstrakt er dregið
af latneska orðinu abstrahere, sem merkir að draga frá, á íslenzku
hefur það verið þýtt hugsað, ímyndað, einangrað eða eitthvað slíkt.
Abströkt list líkir ekki eftir náttúrunni, en vill tjá abströkt geðhrif með
aðstoð abstraktra forma og lita án tengiliðs við ytra borð veruleikans.
Listaverkið á ekki að vera eftirlíking neins, heldur samstæð heild,
sem lifir í sjálfri sér. Þekktustu brautryðjendur abstraktrar listar eru
þeir Kandinsky, Klee, Masson og Miro. Man Ray og Moholy-Nagy
hafa gert abstraktar ljósmyndir, svokallað fótógramm, og einnig hafa
verið framleiddar abstraktar litkvikmyndir. Þannig er okkur kennt,
en allir vita að málverk er hlutrænn, áþreifanlegur veruleiki („con-
crete“) hvort sem það er vel eða illa gert, með eða án hlutartákns, og
það, sem gefur mynd listrænt gildi, byrjar ávallt þar sem það líka
endar, í mannlegri skapandi hugsun og eiginleikum. Mynd er listaverk
því aðeins að þessir eiginleikar búi .í hlutrænum veruleika hennar.
Sennilega hafa myndir verið gerðar síðan maðurinn varð til, en ef
þessa skapandi eiginleika vantar eru þær ekki taldar til listaverka. Þar
getur verið urn að ræða eiginleika annars en þess sem mvndina gerði,
augljóst getur einnig verið að málarinn hafi fyrst og fremst haft í huga
að stæla ytra borð veruleikans, útlínur fjalls eða annars hlutar, og að
endurskapa verðmæti sem eru óskyld hlutrænu verðmæti myndarinnar,
friðsælan dal, ástfanginn fugl á tjörn, fjall með sæluríkum endur-
minningum og góðu veðri, ímynd þess sem er þægilegt eða hetjulegt,
verðmæti, sem hafa ekki æðra gildi í málverki en í Ijósmynd.
Þeir menn eru til sem halda að á hnignunarskeiði grískrar menningar
hafi verið búið að leysa þann vanda, hvernig gera skuli ,,fallega“ mynd.
Misskilningurinn hjá þeim er slíku halda fram virðist fólginn í því að
þeir álíta að myndlist sé alltaf byggð á sömu forsendum en ekki í tengsl-