Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 3
TÍMARIT MÁLS 06 MEMIIVGAR RITSTJÓRAR Kristinn E. Andrésson og Jakob Benediktsson Des. 19S2 13. árgangur 3. kefti Island, í lyjturn heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. SNORRI HJARTARSON Stjórnmálamenn íslands á fyrri öld voru framvarðarsveit er })á bar hæst ásamt skáldunum í þjóðarsögunni. Þeir höfðu forystu í sjálfstæðisbaráttunni, voru hug- sjónamenn, ættjarðarvinir framar öllu, einarðir í framgöngu, leiðtogar fátækrar framsækinnar bændastéttar, margir sjálfmenntaðir, aðrir lærðir menn í sögu, tungu, hókmenntum og félagsvísindum síns tíma. Þeir voru mikilsvirtir, það er bjart um nafn þeirra, þjóðin minnist þeirra með lotningu. Hinn fremsti þeirra hefur hlotið nafngiftina „sómi íslands, sverð þess og skjöldur". Um stjórnmálamenn á þessari öld er aðra sögu að segja. Margir er þar standa fremstir í flokki hafa tengt nöfn sín við annað fremur en hugsjónir eða ættjarðar- ást, jafnvel hlaðið sekt og smán á nöfn sín. Þetta hefur leitt til þess að þjóðin hefur fengið óbeit á stjórnmálamönnum og hættir til að leggja þá alla að jöfnu og draga áiyktun sem svo: öll stjórnmál eru andstyggð, nálægt stjórnmálum er ekki komandi fyrir heiðarlega menn. Þar spillast allir. Sízt skal hér dregið úr sök þeirra fulltrúa auðstéttarinnar, manna í æðstu stjórn- málastöðum, sem hrugðizt hafa Islandi á örlagastund og opnað hér öll hlið með svik- samlegum hætti fyrir bandarískum innrásarher. En jafn fávíslegt og hættulegt er að selja alla stjórnmálamenn íslands undir sömu sök, leggja að jöfnu þá sem leiddu þjóðina í gildru og hina sem vöruðu einarðlega við hverju hættuspori scm stigið var, og hafa reynzt hetjur í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu íslendinga, eiga hugsjónir og ættjarðarást, varðveita arfinn frá 19. öld, eru sannir forystumenn og bera uppi stjórnmálamanns virðingu. Einmitt þegar sektin gagnvart þjóðinni hrópar til himins og undirlægjuhátturinn á sér ekki takmörk og foringjar auðstéttar og hændanna góðu eru tröllum týndir, glæðir það metnað og traust að vita að til eru enn stjóm- málamenn á íslandi sem bera hreinan skjöld, eiga þrek nýrrar framsækinnar stétt- ar, verkalýðsins, kyssa ekki á vöndinn, glúpna eigi fyrir reiddum hnefa, heldur sýna Islendings dug. Einn vaskastur í þeim hópi, einn sem ber einkenni hinna gömlu for- ingja úr sjálfstæðisbaráttunni, er Einar Olgeirsson alþingismaður. Einar varð fimmtugur 14. ágúst s.I. Þótt ekki sé ætlunin að rita um hann afmælis- grein, og Einar hljóti að gjalda þess hér að hann er ekki skáld svo menn viti, telur Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1952 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.