Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 5
RITSTJÓR AGREIN 211 á íslandi sem spyma fótum við amerísku valdi ? Hvað er hér íslenzkt og hvað er ame- rískt? Hvernig hefur ríkisstjómin reynzt, hvar standa foringjar borgaraflokkanna, hver og einn, standa þeir innan eða utan við borgarhliðin? Hvar er viðspyrna alþing- is? Hefur ekki einmitt alþingi sem vera á brjóstvöm þjóðarinnar staðið eins og opin gátt fyrir Ameríku? Hvemig reyndist hæstiréttur? Hvar er andlegt viðnám Háskóla íslands, eða menntaskólanna? Hvar er einurð menntamanna? Hvar standa embættis- mennirnir, verzlunarstéttin ? Hvar eru nú bændumir sem á fyrri öld vom framvarðar- sveitin? Hve marga þeirra hafið þið heyrt kveðja sér hljóðs og mótmæla amerískum yfirgangi? Er ekki sem slegið hafi þögn á þjóðina, er hún ekki múlbundin, sljó, spillt, kærulaus, án upplits og máls? Er ekki stór hluti hennar kampakátur yfir að vera orðinn amerískur þrælalýður? Hvemig er unnt að hafa trú á slíkri þjóð? En hér koma rök á móti. í fyrsta lagi: þjóðin var ekki spurð ráða. Hún var ekki spurð: viltu erlendar herstöðvar? Viltu þiggja amerískar mútur? Viltu afsala þér hlutleysi og ganga í hernaðarbandalag? Viltu láta bandarískan her flæða yfir land- ið? Hún er ekki frekað spurð enn: viltu láta Bandaríkin stjóma fjármálum þínum? Viltu selja íslenzku fossana? Viltu láta hafnir og lendur hvar sem er á Islandi undir flotastöðvar og flugher? Það var forðast að láta þjóðina nokkuð vita, nokkru ráða. Hún var hverju sinni látin standa frammi fyrir gerðum hlut. Af foringjum sem hún treysti var verzlað bak við tjöldin með land hennar, frelsi hennar og líf — og hælzt um á eftir. I öðru lagi: þjóðin hefur ekki öll þagað. Tugþúsundir íslendinga um land allt, flest félagssamtök á íslandi, mótmæltu herstöðvakröfunum 1945 og 1946. Þúsundir Reykvíkinga sem fylgdust bezt með hvað gerðist hrópuðu til alþingis 30. marz 1949, og báðu: ofurseljið ekki landið, gerið ekki atlantshafssáttmálann. Skáld- in hafa ekki þagað, ekki allir menntamenn hafa þagað. Oðm nær. Þeir hafa varað þjóðina við hverju sinni, hrópað til hennar hér í tímaritinu og annars staðar, brýnt þing og stjórn, sært þau við allt sem er heilagast íslendingum, þjóðemið, landið, söguna, tunguna: látið ekki sjálfstæðið af hendi öðm sinni. Ekki allir háskólakenn- arar hafa þagað. Guðmundur Thoroddsen, Ólafur Lárusson, Einar Ól. Sveinsson bám fram mótmæli, Jón Helgason hefur sent skeyti heim, íslenzk stúdentafélög erlendis hafa margsinnis mótmælt. Verklýðsstéttin hefur ekki þagað heldur tekið forystu og háð óslitna mótmælabaráttu. Sósíalistar á Islandi með yfir fimmta hluta þjóðarinnar á bak við sig hafa ekki látið kefja rödd sína. Á alþingi hafa auk Einars sjálfs Brynj- ólfur Bjamason, Sigfús Sigurhjartarson, Katrín Thoroddsen og aðrir þingmenn þess flokks haldið djarfmannlega uppi málstað íslands og heiðri hinnar fomhelgu stofn- unar. Fjölmörg félög og einstaklingar hafa mótmælt. Einar Olgeirsson hefurlög að mæla: Með íslenzku þjóðinni em öfl sem má treysta og hafa allan tímann sýnt árvekni. Og fleiri eru nú að vakna. Af fulltrúum spilltrar auðstéttar gat enginn vænzt þjóðhollustu. Einar hefur einmitt á þessu ári fengið skemmtilegt svar við trú sinni á íslenzka þjóð og íslenzkan anda. Þegar hæstiréttur lét smánardóm sinn falla út af atburðun- um 30. marz móti málstað og réttarvitund þjóðarinnar stóðu upp 28 þúsundir ís- lendinga, mótmæltu og kröfðust sakaruppgjafar, og rituðu undir eigin hendi þó að þeir viti að amerískir njósnarar þefi hér í hverri gætt og setji nafn hvers ærlegs ís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.