Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 14
220
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þótt maður vœri ekki á degi hverjum þolandi þess taugastríðs, sem
skipulagsöngþveitið skapar þessari kynslóð, sem örlögin hafa ákvarðað
þennan einstæða tíma.“ En þar með er ekki öll sagan sögð. Gunnar
hafði hrifizt af þeim, sem sagði: „Vei yður, þér farísear," og hlaðinn
spámannlegri andagift og heilagri vandlætingu ræðst hann gegn kredd-
uin og yfirdrepsskap, hræsni og skinhelgi og krefst þess, að menn sýni
trú sína í verkunum. Eitt sinn var honum falið að setja saman stefnu-
skrá fyrir nýstofnað framsóknarfélag í Eyjafirði. Þá mun hann einna
fyrst hafa brotið þj óðfélagsmál til mergjar, og niðurstaðan varð sú, að
framsóknarmaðurinn Gunnar Benediktsson varð sósíalisti. Þegar Gunn-
ar sagði Jónasi Jónssyni frá árangrinum af starfi sínu við stefnuskrána,
varð Jónasi að orði: „Fjandi var, að þú fórst að grufla út í þetta,
Gunnar.“ Þar með var teningunum kastað. íslenzka þjóðin og íslenzk
alþýða eignaðist einn af sínum öruggustu málsvörum, en yfirstéttinni
brugðust vonir um gáfaðan liðsmann. í þjónustu yfirstéttarinnar hefði
Gunnar getað orðið liðtækur að minnsta kosti á borð við þá Svein-
björn Högnason og Sigurð Einarsson, hefði hann fallið fram og til-
beðið gullkálfinn Baal, en hann hafnaði skurðgoðadýrkun og fylgdi
Jehóva lýðsins. Sveinbjörn Högnason var svo róttækur um skeið, að
heilsu hans vegna mátti ekki hallmæla kommúnistum í návist hans. Nú
hefur heilsa lians batnað fyrir löngu, sein hetur fer, og enginn grunar
hann um róttækni framar. Sigurður Einarsson var um skeið einn af
snjöllustu málsvörum sósíalismans á íslandi, en venti sínu kvæði í kross
með þeim voðalegu sálfræðilegu afleiðingum, að hann reynir að flýja
skynsemi sína og öfundar Óla Maggadon af því að geta lifað „í ein-
hverju töfraríki áhyggjulausrar farsældar.“ En við þurfum ekki að
draga Gunnar Benediktsson í dilk með þeim kennimönnum þjóðarinn-
ar, sem eru á svipuðum aldri og hann, til þess að við skiljum orðin:
Sjáið manninn. Hann ákvað ungur að árum að gerast kennimaður, og
hann hefur verið kennimaður þjóðarinnar fram á þennan dag. Innan
kirkjunnar varð of þröngt um liann, því að hann hafði svo mikinn hoð-
skap að flytja, ekkert fjarlægt eilífðarmas, heldur fagnaðarerindi um
réttlæti meðal mannanna. Samferðamenn hans hafa margir oltið niður
hjarn sérplægni, hagsmunastreitu og ragmennsku, en hann hefur haldið
á brattann og sagt samtíð sinni miskunnarlaust til syndanna, hvernig
sem loftvog stjórnmálanna hefur staðið. Og rödd Gunnars hefur aldrei