Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 20
226 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lil Halldórs rithöfundar Stefánssonar fornvinar míns sem tók uppá því að eiga sextugsafmælið hér á dögunum; er þó kvonfáng nafna míns næsta ólíkt hins suðræna rithöfundar er ég lýsti, og er þar skemst frá að segja að fáar konur veit ég nær því en frú Gunnþórunni, að vera manni sínum hollvættur og hægri hönd til flestra góðra hluta. Aftur- ámóti hefur Halldór starfað í bánka nú í nokkra áratugi; en einmitt þvílík störf finst mér hljóti að vera rithöfundi nokkurnveginn sami fjötur um fót og geggjuð kona, ekki síst vegná þess að það er sjaldan til nokkur gullinnstæða fyrir seðlum þeim er finnast kunna í slíkum stofnunum. Höfundurinn er ár og síð með hugann fullan af efnum og vandamálum skáldskapar síns, svo honum virðist sem flestir aðrir hlutir skifti litlu máli, og mælir dagana í línum í handriti sínu — en verður að byrja sérhvern dag á því að labba sig niðrí bánka og sitja þar lon og don líkt og í varðhaldi hjá forynju, uns hann snýr þreyttur heim að kvöldi. Sá veit gerst sem reynir hversu tímafrekt rithöfundarstarfið er, hvað það útheimtir mikið nostur og yfirlegu, og ekki viðlit að yrkja, allra síst í óbundnu máli, nema óþreyttur. Menn geta haft ágætar hugmyndir til skáldskapar, verið vel máli farnir og djarfir í hugsun, meira að segja gagnteknir af göfugum hugsjónum, og þó verið aungvir rithöfundar; það er vinnan ein sem þar ræður úrslitum og sker úr. Með öðrum orð- um, hvort maður sé rithöfundur eða ekki, veltur á því hvort hann getur látið eftir sér að eyða heilum vinnudegi til að finna kommunni eina staðinn þar sem hún á að standa í setníngunni sem til varð í gær. Ekki þarf að virða fyrir sér nema eina blaðsíðu í verki Halldórs Stefánsson- ar til að sjá að hér hefur rithöfundur að unnið. Og þó er öll þessi nost- ursfulla vinna að þakka því einu þreki sem höfundurinn hjó yfir til vara að venjulegum vinnudegi loknum. Rithöfundur hlýtur jafnan að finna til einsog hann sé að sólunda tímanum þegar hann er ekki að sinna kalli sínu. Skyldustörf sem ekki samrýmast kallinu hljóta að vera stöðugt mótlæti. Það er því ekki að furða þó skáldverk Halldórs Stefánssonar virðist hafa á sér nokkurn meinlætablæ. Hann leyfir sér sjaldan að segja það sem hann lángar til, þegir oft þeirra orða er hrenna á vörum honum. Fólkið í sögum hans veitir afkall til hluta sem það á og gæða sem því ber. Þroski hans hefur stefnt í þá átt að stilla nær hófi sérhverri hræríngu pennans; í þessum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.