Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 23
FRIÐARÞING í PEKING OG VÍNARBORG
229
friði vinna kæmu saman til að skiptast á skoðunum og finna beztar leiðir
til að efla friðarstarfsemina. Arangur varð sá að saman komu í Vínar-
borg 1857 þingfulltrúar úr 85 löndum. Auk fulltrúa heimsfriðarhreyf-
ingarinnar voru fjölmargir frá öðrum friðarsamtökum, auk boðsgesta
og áheyrnarfulltrúa.
Á þinginu var margt áhrifamanna sem ekki hafði tekið þátt í störfum
heimsfriðarhreyfingarinnar áður, ráðherrar og þingmenn af ýmsum
flokkum, einkum frá Italíu, Frakklandi og Englandi, klerkar, vísinda-
menn og rithöfundar. T. d. bættist nú Sartre í hóp rithöfunda og hélt
ræðu á þinginu. Athyglisvert er að sjá hvernig fulltrúar skiptust eftir
heimsálfum og löndum: 96 voru frá Afríku, 298 Ameríkumenn, úr Ev-
rópulöndum vestan járntjalds 1019, úr alþýðulýðveldum Austur-Evrópu
138, frá Kína 59, Norður-Kóreu 19, Viet-nam 11, Indlandi 30, Japan 17,
Sovétríkjunum 44, Bretlandi 157, Ítalíu 198, Frakklandi 176.
Skipting eftir starfsgreinum var á þessa leið: 326 verkamenn, 55
bændur, 156 vísindamenn og læknar, 156 opinberir starfsmenn, 75 verk-
fræðingar, 63 iðnaðarmenn og kaupmenn, 84 lögfræðingar, 189 rithöf-
undar og skáld, 65 prestar og guðfræðingar, o. s. frv.
Þingið stóð í sjö daga og fóru fram miklar umræður þar sem komu
fram margs konar skoðanir og tillögur. Um ályktanir er samþykktar
voru í þinglok náðist algert samkomulag. Tveir boðsgestir voru héðan,
þær Guðrún Sveinsdóttir, ritstjóri Húsfreyjunnar, og Sigríður Eiríks-
dóttir, form. Hjúkrunarkvennafélags íslands. Auk þeirra Hrönn Jóns-
dóttir, stud. psychol., fulltrúi frá Menningar og friðarsamtökum kvenna,
og Þorsteinn Valdimarsson, cand. theol., fulltrúi Islenzku friðarnefnd-
arinnar.
Um friðarþingin í Peking og Vínarborg mun tímaritið flytja lesend-
um sínum ýtarlegri frásögn síðar, en þeim sem kynna vildu sér störf og
verkefni heimsfriðarhreyfingarinnar skal vísað á bæklinginn Skulu
brœður berjast sem ég ritaði í haust eftir ráðstefnuna í Berlín, og tek ég
upp þessi orð þaðan:
Er svo lítils vert um samtök sem jafnvel þrír fjórðu hlutar mannkyns,
menn af öllum kynþáttum, skoðunum og trúarbrögðum, eiga hlutdeild í,
að íslendingum sem eiga sízt minna í hættu í nýrri styrjöld en aðrar
þjóðir beri að láta sem þau séu ekki til og telji sig að fróðari eða standa
styrkari utan þeirra? Kr. E. A.