Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 29
TIL AUSTURIIEIMS VIL ÉG HALDA 235 Við áttum að koma við í Álasundi og ílugum því austur með land- inu. Það var sólskin undir Eyjafjöllum. Klukkan 14 mínútur yfir ellefu flugum við fram hjá Dyrhólaey. Þar var skýjað. Oræfajökull og Oræfa- fjöllin stóðu í björtum sólarljóma langt í norðri. Fjöllin í Suðursveit voru næstum hulin mósku. Það var hætt við ferðina til Álasunds og vélinni beint nær suðri. ísland var horfið. Á mér hafði gerzt almættisverk. Ég var orðinn alheill heilsu, aldrei verið fjörugri á ævi minni. í Heklu voru byrjuð lífleg orðaskipti um mófuglinn og lítinn dreng undir háu fjalli. Lykillinn að grunntóni ferðarinnar var fundinn. Allt í einu koma hnykkir á vélina. Er hún að hrapa? Ég horfi út um gluggann. Nei, hún var að bruna inn í þoku. Það koma oft hnykkir á flugvélar, þegar þær fljúga í þoku. Ég lít á klukkuna. Hún er nákvæm- lega eitt. Ég hripa það í blokkina. Svo var tekið aftur til við mófuglinn og lítinn dreng undir háu fjalli. Rétt fyrir klukkan hálfþrjú rann vélin aftur út í glampandi sólskin. Hnykkirnir hættu, og vasaútgáfan af þróunarplani Skaparans vaknaði til nýrrar þróunar fyrir neðan okkur. Heimsnóttin mikla var liðin hjá. Klukkan rúmlega þrjú flugum við fram hjá Kristjánssandi. Niðri undan eyjar og hólmar með húsum, klöppum og trjám. Sex herskip að ævingum í manndrápum undan Noregsströndum. Þokkaleg efni í eilífð- arverur! Þá stóð yfir svartamessa Atlantshafsbandalagsins lil sjós. Svo varð klukkan hálffjögur og við svifum inn yfir Jótlandsskaga. Ég horfði niður. Jörðin var eins og mislit gólfteppi, sem húsfreyjurnar höfðu breitt út til viðringar. Klukkan 29 mínútur gengin í sex settist Hekla á Kastrupflugvöllinn fyrir utan Kaupmannahöfn. Þá var klukkan þar í landi 29 mínútur gengin í fjögur. Flugið hafði staðið 6 klukkutíma og 52 mínútur. I Kaupmannahöfn var loft léttskýjað, sólskin og gola og fremur kalt í veðri. Fólk úr kínverska sendiráðinu tók á móti okkur á flugstöðinni. Það fagnaði okkur með frábærum innileik og kurteisi, sem ekki líkist neinu, sem ég hef séð á Vesturlöndum. Þetta var óvenjulegt fólk, auðsæilega gott fólk. Evrópumennirnir urðu frumstæðir í námunda þess. Þarna voru þá fyrstu Kínverjarnir, sem við hittum í ferðinni, og svona voru þeir alls staðar síðan. Þeir höfðu bíla meðferðis og keyrðu okkur heim á hótelið, sem við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.