Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 30
236
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
höfðum valið okkur lil gistingar. Það var Háskólahótelið í Helgolands-
götu, líflegt stræti í gamla daga, nú dautt. Þar á vestra horninu við
Vesturbrúargötu stöðvaði ein leidýlæk frú um þrítugsaldur okkur Ás-
mund Sveinsson sumarið 1926 og bauð okkur að hvila hjá sér alla
nóttina fyrir 30 krónur. Það var of dýrt. Nú var hún horfin.
Við Sophonías tókum herbergi saman á hótelinu, allstóra stofu og
mjög þokkalega. Hún kostaði 12 krónur danskar á sólarhring. Þegar
ég hafði komið mér þar fyrir, tók ég línu 6 og keyrði heiin til Þórðar
og Steinunnar í Nordre-Frihavnsgade 31. Þangað er ég alltaf boðinn
og velkominn, og þangað er gaman að koma. Þau eru merkishjón,
höfðingjar í lund, og þar eru oftast fleiri eða færri gestir. Þau hafa
lengi haldið Unuhús Kaupmannahafnar og verið fjölda íslendinga at-
hvarf og upplyfting. Þau buðu mér að vera hjá sér meðan ég stæði við í
Kaupmannahöfn. En ég kvaðst liafa leigt mér herbergi í Helgolands-
götu. Þórður er að vísu ákaflega mótdrægur mér í pólitík og eilífðar-
málum. En það er bara betra. Þá er eitthvað til að þæfa um. Engar
manneskjur eru eins óuppbyggilegar í umgengni eins og þær, sem eru
manni sammála. Steinunn stendur nær mér í pólitíkinni, en er alltaf að
rella um sannanir í eilífðarmálunum. Þarna var ég settur til borðs. Þar
voru stödd prófessor Jón Helgason og kona hans. Það var skemmtilegt
á fyrstu hæð til vinstri í Nordre-Frihavnsgade 31 þetta kvöld.
Klukkan ellefu hélt ég heim og horfði mikið á ljósaauglýsingarnar á
húsum haustsins. Ég er dálítið barnalegur í mér. Ég hef gaman af ljósa-
auglýsingum, einkum þeim, sem eru á hreyfingu. Þær eru eins og skín-
andi englar í næturmyrkrinu, til dæmis hænan í grennd við Vötnin,
sem étur góðan mat og verpir svo mörgum eggjum, sem rauðan er ekki
hvít í eins og hér heima.
En ég saknaði hlaupandi auglýsingar í grennd við Aðaljárnbrautar-
stöðina. Ég góndi lengi eftir henni; en hún var horfin. Hún var svona:
Spis Dem Sla/iJc I Ruga. Ég hélt að Ruga væri heilsuhæli einhvers stað-
ar í heiminum, sem feitar manneskjur ættu að reisa á til afmegrunar.
Ég hafði hugsað mér að senda Margréti þangað, ef hún færi að fitna.
Hún var þá smeyk við, að það myndi sækja á sig fita með aldrinum. En
Margrét þarf áreiðanlega aldrei að reisa til Ruga. Þetta var á þeim
tímum, þegar Chamberlain og Valtýr björguðu heimsfriðnum.
Mér þykir alltaf skemmtilegt að koma til Kaupmannahafnar. Hún er