Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 34
240
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ann inn í líkkistuna, og lokinu var smellt í lás að baki okkur. Klukkan
49 mínútur yfir tvö lyfti hún sér frá jörðu og sveif í norðausturátt. Og
nú gerðist sama sagan og uppi yfir Alftanesinu. Jörðin og húsin á jörð-
inni urðu fánýtt hjóm, loftið og flugvélin í loftinu miðpunktur heimsins.
Miðpunktur heimsins er ævinlega Jrar sem maður er sjálfur.
í Kaupmannahöfn hafði loft verið alskýjað og oftast rigning fram
til klukkan eitt. Þá glaðnaði til og loft var hálfskýjað og sólskin, þegar
við fórum. Þetta heiði hélzt þangað til klukkan hálffjögur. Ég var að
horfa niður á Eyrarsund og Skán. Óldurnar á Eyrarsundi voru eins og
ljáför viðvanings á túni. Skán öll útflúruð með þorpum og ökrum, auð-
sæilega mikið búsældarland, en þar er talað ljótasta mál, sem ég hef
heyrt. Hvernig er hægt að útskýra slíkar andhverfur?
Smám saman drógumst við inn í þoku og hin feita jörð hvarf augum
okkar. Ég hafði liugsað mér að reyna að sjá Jönköping og Norrköping,
gamla kunningja frá haustinu 1936. En ég sá ekkert. Mér leiddist það.
Þokunni fylgdi stinningsvindur á móti, og flugvélin lét leiðinlega illa.
Eg fór að rifja upp fyrir mér rökin fyrir framhaldslífinu. Eftir langt
skak og lifandisósköp af hnykkjum grisjaði loksins fyrir sólskinslausri
jörð, og litlu síðar var Brommaflugvöllurinn utan við Stokkhólm orðinn
miðpunktur heimsins. Þá var klukkan 17 mínútur yfir fimm, danskur
tími. Við höfðum verið tvo klukkutíma og 28 mínútur frá Kaupmanna-
höfn til Stokkhólms, en Jjetta er talið að vera einnar stundar og 25
mínútna flug. Svona hafði mótvindurinn seinkað ferðum okkar.
í Stokkhólmi var Jrvkkt loft og rakakuldi. Þar stönzuðum við aðeins
25 mínútur. Þá hófst önnur lyfting dagsins, og nú var stefnan tekin á
Helsinkí. Þarna rorruðum við uppi í háloftunum í gluggalausu skýja-
kafi og næturmyrkri, ekkert talandi og ekkert sjáandi fyrir utan vistar-
veru okkar nema týrurnar yzt á flugvélarvængjunum, og þær sýndust
vera lengst úti við sjóndeildarhring, sem ekki var til. En vélin var
stöðug á fluginu. Engin vera er jafnmikill einstæðingur og flugvél í
þoku og myrkri. Engin ferðalög virðast vera jafn-heimskuleg. Engin
jafn-óuppbyggileg. Engar hreyfingar í rúminu freista þvílíkt Drottins.
En nú hefur flugtæknin tekið af honum verndargæzluna. Hann getur
snúið sér af því meira krafti að jDjóðabandalaginu og friði á jörð.
Þetta ferðalag í hinum yztu myrkrum endaði með sigri ljóssins eins
og allar ferðir. Þegar danska klukkan var 14 mínútur yfir átta, renndi