Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 41
TIL AUSTURHEIMS VIL ÉG HALDA 247 komin á flugstöðina. Eitthvað dróst þar í tímann, því að klukkan var 13 mínútur yfir þrjú, þegar vélin tók flugið til heimsins mikla í austri. Ég valdi mér sæti á sama stað og milli Helsinkí og Moskva, í öðrum stól að framan í einsætaröðinni á stjórnborða. ísleifur og Sophonías sátu í fremstu sætum bakborðsmegin, Jóhannes og Nanna á Idið við mig á bakborða, Skúli sömu megin fyrir aftan þau. Kínverskur maður kom í vélina á flugvellinum í Moskva. Hann hét Wang og mun hafa verið einhver embættismaður ríkisstjórnarinnar í Peking. Hann gat svolítið talað ensku og ofurlítið rússnesku og varð okkur að miklu liði í málaöngþveitinu, sem okkar beið í austurheimi. Hann sat í öðru sæti fyrir aftan mig og virtist alltaf sofa. Þá list gat ég ekki lært fyrr en á vesturleiðinni. Ferðalagið þennan dag varð meira abstrakt en ég hafði dregið upp fyrir mér í huganum. Við svifum í endalausri þoku og sáum ekkert til jarðar, lengst um í rúmlega 2500 metra hæð. Þegar svo hátt er komið, fer skrokkurinn að verða svolítið öðruvísi en þegar maður situr á sín- um kontór á jörðu niðri. Andardrátturinn styttist og hjartaslögin verða tíðari, sérstaklega þegar maður hreyfir sig, og sumir kvörtuðu um ónáttúru fyrir eyrunum. Stundum fer maður að hugsa: Er ég að fá heilablóðfall? Er ég að fá hjartaslag? Hávaðinn í hreyflunum deyfist, eins og nú sé allt að bila. Svo segir maður við sjálfan sig: Ást hafðir þú meyja. Eitt sinn skal hverr deyja. En líkaminn er eitt furðulegt meistarastykki. Áður mjög langt um líður hefur hann lagað sig eftir þessum kringumstæðum himinvíðern- anna. Andardrátturinn og hjartslátturinn fara að líkjast því, sem þau voru á kontórnum. Hjartaslagið og heilablóðfallið eru liðin hjá. Það er þessi hæfileiki, sem hefur hjálpað mannkindinni til að lifa af „ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða“. Svo rennir maður niður munnvatninu, og hreyflarnir fá aftur sinn sæta hljóm. Þegar klukkuna vantaði 21 mínútu í sex, settumst við á flugvöllinn í Kazan. Sá bær stendur á austurbakka Volgu, langt vestan Úralfjalla, í háaustur frá Moskva. Þar borðuðum við miðdegismat á flugvallar- hótelinu og glöddum hin flugdöpru hjörtu vor á píva. Klukkan 19 mínútur yfir sjö flugum við frá Kazan á leið til Omsk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.