Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 43
TIL AUSTURHEIMS VIL ÉG HALDA
249
Og haim sezt líka í sæti sitt.
Embættismaður kommúnistanna í Peking heldur áfram að sofa.
Nokkru seinna, klukkan eina mínútu yfir tólf á miðnætti, samkvæmt
Moskvatíma, nemur vélin staðar á uppljómuðum flugvelli.
„Omsk?“ spyrjum við flugmann, sem kemur út úr flugmannaklefan-
um.
Hann kinkar kolli þegjandi.
I sömu svifum kemur læknir inn í flugvélina eins og á flestum öðrum
stöðum, sem við stönzuðum á í Rússlandi.
Þennan dag höfðum við veriö í lofti 7 klukkustundir og 8 mínútur.
Við gengum af vellinum lil flugvallarhótelsins, því að það var örstutt
leið, en bifreið flutti töskur okkar sem endranær. Þar mötuðumst við
og gengurn síðan að sofa.
VIII
Morguninn eftir var fallegur. Léttskýjað loft, mild sunnangola og
sólskin. Okkur vannst enginn tími til að fara neitt um borgina. Við
vorum því litlu nær um útlit hennar, þegar við fórum, en þá er við
komum. Við sáum aðeins, að hún stóð á víðri sléttu og réðum það af
kortinu, að hún væri lítiö eitt sunnar en Moskva. Við snerumst í ýmsu
á hótelinu, þar til komin voru fararmál. Þegar klukkuna vantaði 5 mín-
útur í eitt, var flogið.
Þennan dag var ágætt flugskyggni, en fátt til frásagnar af því, sem
fyrir augu leið úr lofti. Við vorum oftast í 2040 til 2620 metra hæð, og
þá fara mannanna verk á jörðu niðri að láta lítið yfir sér. Fyrir neðan
okkur blasti við slétta Vestur-Síberíu, sem orkar svipað á mann eins og
maður skynji grunnflöt sjálfrar eilífðarinnar. Þar sáum við þorp og bæi
á stangli, en víðar auðnir á milli. Ég segi við Jóhannes, að þarna neðra
muni mófuglinn eiga náðuga daga, og hér sjáist engin fátæk kona undir
háu fjalli.
Þegar klukkuna vantaði 12 mínútur í þrjú, komum við til bæjar, sem
heitir Novo Sibirsk. Hann ætla ég standi við fljótiö Ob og er ívið sunnar
en Omsk. Þar var heiðríkt loft og sunnankaldi og hlýtt í veðri. Þar átum
við ríkulega útilátinn miðdegismat og flugum síðan. Þá var klukkan
5 mínútur yfir hálffimm. I rökkurbyrjun flugum við yfir fjallgarð, sem