Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 45
TIL AUSTURHEIMS VIL ÉG HALDA 251 í gegnum bæinn. Á fljótinu sá ég nokkuð af timburflekum og báta á ferð. Sumir voru að veiðum. Eg skýrði fyrir félögum mínum upprunann á nafni bæjarins. Ein- hverntíma fyrir örófi alda hefði írskur ævintýramaður farið á flakk austur um meginlandið og borið peningana sína í kút á bakinu. Hér á fljótsbakkanum hefði hann látið staðar numið og byggt sér bæ og nefnt eftir landi sínu og kútnum: Irkútsk. Sk sé afleiðsluending, hin sama og í íslenzku, sbr. ír-sk-ur. Ég fæ mig ekki til að skiljast svo við Síberíu, að ég víki ekki örfáum orðurn að fólkinu þar í landi, því að það kom mér að nokkru leyti á óvart. Það er í stuttu máli sagt eitthvert hressilegasta og rösklegasta fólk, sem ég hef séð, frjálsmannlegt, glaðlegt og viðkunnanlegt. Þar sá ég margar laglegar konur, ferskari í útliti og látbragði en ég hef séð annars staðar. Margt var þar af bjartleitu fólki. Þar rakst ég á allmörg andlit, sem voru nákvæmlega eins og á vel gerðum sveitastúlkum hér á landi. Og í forsal hótelsins í írkútsk sá ég Sigurð gamla frænda minn, sem bjó á Kálfafelli í Suðursveit á uppvaxtarárum mínum. Hefur senni- lega verið í kaupstaðarferð upp á Papós í haustkauptíðinni. Þennan dag höfðum við flogið í 6 klukkustundir og 42 mínútur. X Þessu næst kemur sá dagur austurferðarinnar, sem mér hefur orðið minnisstæðastur. Það var sunnudagurinn 28. september. Við vorum kvaddir upp úr rúmunum 10 mínútum fyrir klukkan fjögur um nóttina til þess að leggja upp í síðasta áfangann austur, áfangann til Peking. Við gerðum okkur ferðbúna og átum því næst smurt brauð með tei í borðsal hótelsins. Að því loknu var haldið út á flugvöllinn, töskur okkar keyrðar í bíl, en við gengum, enda var leiðin út að flugvélinni varla lengri en 70 faðmar. En um þessar mundir voru mannflutningar miklir til Kína, því að fólk streymdi þangað á friðar- þingið, sem hefjast átti í Peking 2. október. Þess vegna fór svo, að tveir af okkur urðu að bíða í írkútsk til næsta dags. Þeir ísleifur og Sophonías buðust til að verða eftir, og það varð að samkomulagi. Klukkan 4 mínútur yfir hálfsjö hljóp vélin til flugs og stefndi í suð- austurátt. Eftir tæpan hálftíma var hún komin upp í 2220 metra, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.