Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 46
252 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hæst ílaug hún þennan dag 2310 metra. Veður var þannig, að fegurð þess var hafin yfir öll jarðnesk orð. Það yrði að lýsa því á hugmáli, sem oss verður ekki lánað fyrr en í ennþá æðra heimi. Eg ætla samt að segja, svona lil að segja eitthvað: Það sást hvergi skýdrag á lofti. Það var stillilogn og blíður sólarhiti, allar fjarvíddir gegntærar, og yfir landinu hvíldi mikil drottinsdagshelgi. Þetta ásigkomulag náttúrunnar mætti máski kalla upphafningu morgunsársins eða rúmhelgi lævirkjans. Hér var meiri margbreytni í landslagi en í Vestur-Síberíu. Langt í suðri bar við himin háan fjallgarð, kannski Khangaifj öllin, kannski Altaifjöllin. 1 austri risu ó móti okkur Apple-fjöllin, að ég hélt. En í vestri sá Tannufjöllin. Þar er land, sem heitir Tannu Tuva. Það köllum vér Tannþúfu eður Tannþúfuland. Ég hlakkaði til að sjá Bajkalvatnið. Finnur Guðmundsson náttúru- fræðingur gaf mér munnlega lexíu um furður þess, áður en ég lagði af stað að heiman. Það væri merkilegasta stöðuvatn jarðarinnar. Það væri dýpsta vatn í heimi. Þar lifði sægur fiska og krabbadýra, sem hvergi fyndust annars staðar. Og þar hefðust við selir, hverra líkar þekktust ekki í öðrum vötnum né höfuin heims. Þetta á sér þær orsakir, að vatnið er leifar af hafi, sem fyrir tugum miljóna ára lá yfir Síberíu. Síðan reis landið úr sjó, en vatnið varð eftir, og fiskar þess og krabbadýr og selir tóku að þróast eftir öðrum leiðum en frændlið þeirra í hafinu. Vatnið mun vera nálægt 600 kíló- metrum á lengd og 90 á breidd, þar sem breidd þess er mest, og það er dýpra en hafið milli íslands og Skotlands. Við erum búnir að fljúga 22 mínútur frá Irkútsk, og nú erum við nákvæmlega yfir vesturströnd Bajkalvatnsins. Þarna blasir það við okkur, og ég horfi niður. En ég greini alla einstaka bletti óglöggt, því að við erum í 2200 metra hæð. Meðfram vesturströnd þess sé ég fjall- garð. En ég sé ekkert kvikt á vatninu né í grennd við það. Yfir öllu virðist hvíla djúpur einmanaleiki. Eftir 10 mínútur fljúgum við yfir eystri bakka þess, en hér er vatnið mjórra en norðar. Ennþá fljúgum við um 40 mínútur. Þá svífum við yfir norðurlanda- mæri Ytri Mongolíu og inn yfir þetta land, sem margir Islendingar munu trúa, að í búi eintómir stigamenn og villimannalýður. Klukkan 6 mínútur yfir níu árdegis komum við til Ulan Bator, höfuð- borgar Ytri Mongolíu. Það sýndist ekki vera stór borg. Hún er norðan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.