Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 57
Úr Siglingu Meldúns Siglingasögur eru ein yngsta grein írskra fornsagna. Af miklu eldra stofni og fornlegri eru fjórir höfuðflokkar írskra sagna: Sagnabálkurinn frá Ulaztíri, sögur um Finnsrekka, goðasögur og konungasögur. Irskar fornsögur eru geysiauðugar að efni, sundurleitar að formi og misjafnar að gæðum, en þegar bezt lætur eru þær sambærilegar við hið ágætasta í hetjubókmenntum annarra þjóða. Elztu gerðir írskra sagna stafa frá 8. öld, þótt efni sé sótt langt aftur í tímann og sumir atburðir þeirra hafi átt að gerast um og fyrir Krists burð. írskar sögur eru til í handritum frá lokum 11. aldar og öllum öldum síðan, og surnar þeirra hafa varðveitzt í munn- legri geymd frani á okkar daga. Sagan, sem eftirfarandi smákafli er tekinn úr, er frá 10. öld, þótt elzta handritið, sem enn er til af henni, sé frá því um 1100. Söguþráðurinn er á þessa leið: Meldún var getinn í munaði og tekinn í fóstur af drottningu, sem gekk honum í móður stað. Leikbróðir Meldúns brá honum um, að hann vissi ekki uppruna sinn, en fað- erni hans hafði verið haldið leyndu fyrir honum. Meldún kemst nú að því, að hann var sonur konungs, sem sjóræningjar höfðu drepið. Meldún fer nú að leita morðingjanna, og drúíði ræður honum til að smíða bát á tilteknum degi og leita þeirra um úthöfin. Meginhluti sögunnar fjallar um hrakninga þeirra Meldúns og félaga hans og heimsóknir til fjarlægra eyja, og háru mörg undur fyrir þá. Á einni eyjunni hitta þeir einsetumann, sem segir Meldúni, að hann muni komast heim til Irlands og finna föðurbana sinn, en verði þó að þyrma lífi hans, af því að Guð hafi bjargað lífi Meldúns í mörgum háska. Sagan er samþætt úr fornum keltneskum sögum um ferðalög lifenda til goð- heima og landa annars heims og hins vegar sannsögulegum sögnum af kristnum einsetumönnum, sem leituðu fjarlægra eyja til að þjóna guði sínum í einveru. Allir Islendingar kannast við sagnir af Pöpum, sem hingað komu. Fræðimenn hafa þótzt finna merki þess í Siglingasögum íra, að írskir einsetumenn hafi farið til íslands og sumar náttúrulýsingar í þessum sögum gætu bent til íslands. I Siglingu ftleldúns er t. a. m. frásögn, sem gæti stafað frá lýsingu á eldgosi. ÞýS. Skömmu síðar sáu þeir eyju eina og virki á. Krystalbrú lá að dyrum þess. Reyndu þeir að ganga yfir brúna, en féllu jafnóðum aftur á bak. Konu sáu þeir koma út úr virkinu með skjólu í hendi. Lyfti hún krystal- hellu undan brúnni og fyllti skjóluna úr brunni, sem undir var hellunni. Hvarf hún síðan í virkið aftur. „Bústýra handa Meldún fer þar,“ segir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.