Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 65
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM
271
fram. Og allir vita um óvinsældir ljóða Einars Benediktssonar, etc. etc.
Ég bið afsökunar að verða að minnast á svo alkunna og margendur-
tekna staðreynd, en menn eru undarlega gleymnir stundum á alkunnar
staðreyndir. Það sorglegasta er að það virðist vera nærri ófrávíkjan-
legt lögmál að þeir sem mest verða fyrir barðinu á þessari andúð
gleyma henni rækilegast þegar frá líður — minnsta kosti að því er tek-
ur til annarra. — Raunar er dr. Björn aðeins að endurtaka hina gömlu
röksemd: Fólkið lítur ekki við skáldskap ykkar, þessvegna er hann
einskis nýtur. En þessi röksemd er lokleysa. Ný list, sé hún einhvers
virði, er yfirleitt ekki vinsæl meðal almennings, það hefur löngum ver-
ið svo. Að vísu í misjafnlega ríkum mæli, og stundum hafa komið
tímabil er áheyrendur og áhorfendur hafa verið opnari fyrir hinu nýja
eða réttara sagt: áheyrenda- og áhorfendahópur hins nýja hefur verið
stærri.1
Þetta er ekki af því almenningur hafi ekki hæfileika til að njóta hins
nýja. Ég mundi frekar segja að hann hafi ekki tíma til þess eða gefi
sér ekki tíma lil þess. Nýtt listaverk er stórkostlegt ævintýri. Það er
eins og ný vél. Aðkomandinn skilur í fyrstu ekkert í öllum þessum til-
færingum, en með tíma og leiðbeiningum má vera að hann komist að
því hvaða hlutverki hvert hjól liefur að sinna. Nýtt listaverk kemur ekki
til okkar, við verðum að koma til þess; það er ósveigjanlegt, við erum
sveigjanleg. Samt er sveigjan heldur stirð í flestum okkar og við þurf-
um langan tíma.
Að lokum vildi ég leyfa mér að benda dr. Birni á að eftir kenningu
hans eru allar erlendar ljóðbókmenntir einskis nýtar íslendingum. Eða
hvað? Erlend ljóð eru óstuðluð: enginn nennir að læra þau eða rifja
upp fyrir sér: þau eru andvana fædd.
Áður en ég skil við dr. Björn í bili verð ég að biðja hann mikillega
1 Kannski hefur ástandið að þessu leyti sjaldan verið eins slæmt og nú. Eitt af
hlutverkum ungra íslenzkra skálda og listamanna verður að vera að komast í
beinna, nánara samband við almenning. Eg held að reglan stórar bókmenntir þurfa
stórt públíkum hafi við mikið að styðjast, þar með er ekki sagt að listamaðurinn
eigi að láta undan smekk almennings ef hann er lélegur. Listamenn með miljóna-
þjóðum geta ef til vill sér að skaðlausu látið þetta málefni afskiptalaust, við getum
það ekki, við erum of fáir. Til þess að bókmenntir og listir geti þrifizt á íslandi
verða Islendingar að vera bókmennta- og listaþjóðin par excellence. Þjóðin þarf
helzt öll að vera áhorfendur og áheyrendur listamanna sinna.