Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 74
280 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR C) „Þeir skulu ekki plata okkur“. Eitthvert ömurlegasta fyrirbærið í umræðum um nútímalist er sú marghausaða óvild sem oft virðist á undarlegan hátt vera sprottin-bæði af minnimáttarkennd og hræðslu og stundum nálgast sjúklegt hatur. Þegar við gætum betur að könnumst við reyndar við fyrirbærið. Það er hræðslan við það sem menn þekkja ekki, við hið nýja, löngunin til að halda kyrru fyrir í þeim vanabundnu formum sem menn hafa ein- hverntíma komizt í, af tilviljun. Það er sama sálræna fyrirbrigðið og hræðslan við „útlendinga“ og „isma“ sem Barrows Dunham talar um í bókinni Hugsjónir og hindurvitni (bls. 121—122) L þessi hræðsla sem snýst oft upp í hið sjúklegasta hatur, sem er áreiðanlega versta tegund haturs ef svo má að orði komast; í samanburði við það held ég allt annað hatur sé guðs gjöf. Blaðaskrif manna sem finnst þeir þurfa að veita þessu hatri útrás eru með algengustu „menningarfyrirbærum“ hér á landi. Ásmundur, Sept- embersýningarmenn, ung skáld eru talin sitja á svikráðum við heil- brigða skynsemi, ætla sér að hafa eðlisgreint alþýðufólk að fífli, og höfundarnir kreppa hnefana líkt og ætti að fara að rífa ofan af þeim þakið og æpa: Þeir skulu aldrei plata okkur, við erum ekki eins vit- lausir og þeir halda. Og satt er það, ný list rífur alltaf ofan af manni þakið, þak vanans. Og þegar menn hafa ekki vanann fyrir leiðarstein finnst þeim þeir standa einir uppi og yfirgefnir, þeir halda að þeir muni gera skandal, og viðbrögð þeirra eru ótti, spéhræðsla og hatur. Ekki alls fyrir löngu rakst ég á ritsmíði sem mér finnst slíkt afrek í að túlka þversummu þessara menningarfyrirbæra að ég get ekki stillt mig um að birta hér nokkurn hluta hennar: Mín vegna mega hinir lánsnauðu riddarar hinnar abströktu listar þeysa gandreið á öllum listsnobbum og „listfrœðingum“ veraldar um þveran og endilangan sinn óhlutrœna og óskilvitlega hugmyndaheim svo lengi sem óbrjálað og eðlisgreint jólk lítur á þá eins og þau við- undur sem þeir eru. En við megum ekki ganga þess dulin, að jjöldi manna hejur enn á ný sannað hina sígildu dœmisögu um nýju jötin keisarans, með því að taka þessa menn alvarlega — jafnvel reynt að 1 Ef ég man rétt hefur Bjarni Benediktsson líka talað stundum mjög illa um „útlenda isma“ — nákvæmlega þessi orð — í ritdómum sínum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.