Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 84
290 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ekki af því, sérstaða Eliots er sú að hann er sér þess fullkomlega með- vitandi, jafnvel um of, og notfærir möguleikana sem vísindamaður, jafnvel fullmikill vísindamaöur. En við getum lært af Eliot að hræðast ekki bókmenntirnar. Menn segja, að til þess að njóta ljóða Eliots sé nauðsynlegt að þekkja latneskar, grískar, indverskar bókmenntir. Það er rétt að því leyti að við njótum ljóða hans sjálfsagt ekki til fulls án þess að þekkja þetta. En hér er í rauninni að finna sameiginlegt ein- kenni allra bókmennta. Nautn manna af ljóði er því fyllri sem þeir þekkja betur öll ljóð og bókmenntir á undan því, vegna þess að öll þau ljóð eru þáttur í þessu (og hér nota ég hérumbil orð Eliots ef ég man rétt). Samt er ég því samþykkur að þörf sé beinni skírskotunar en hjá Eliot, það er sjálfsagt veikasta hlið hans. Það má segja að ljóð ætti helzt að vera þannig að sá sem aldrei liefði lesið neitt gæti samt hrifizt með. En kannski er það aðeins fræðilegur möguleiki. ¥ Ekkert er mikilvægara nú á dögum en menningareining heimsins. Sérhverjum ber að gera sitt til að skapa þá einingu og viÖhalda henni, en ekki að hindra hana með þröngsýni og smásmuguhætti. Skáldskap- urinn gæti oröið ein sterkasta stoðin í þeirri byggingu. Ég hef meðal annars skrifað þessa grein til að minna menn á að skáldskapurinn hef- ur mörg andlit, jafn ólík og andlit Eliots og andlit Éluards, og hættir samt ekki að vera skáldskapur. Ef ég hef eytt einhverjum misskilningi, fært einhvern ofurlítið nær skáldskap nútímans sem ekki var þar heimavanur áður þá eru þessar athugasemdir ekki til einskis. Ætlun mín hefur ekki veriö að ráðast gegn einstökum mönnum. Þó að nokkuð mörg nöfn komi fyrir þá eru þau aðeins sem prótótýpur skoðana sem ég held að séu algengar. Ekkert er jafn óendanlega tilgangslaust og að reyna algilda skilgrein- ingu á skáldskap. Það hef ég heldur ekki reynt. Ég hef aðeins reynt að minnka bilið milli almennings og nútímaskáldskapar. Að sjálfsögðu er tilraun mín mjög ófullkomin, mikið um gloppur og mikið um ósam- kvæmi. Sjálfur finn ég það bezt. Ég vildi að hún gæti orðið til þess að aðrir kæmu á eftir, betur hæfir en ég, og bættu úr því sem á skortir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.