Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 87
JAKOB BENEDIKTSSON:
Um Gerplu
Rœða flutt á bókmenntalcynningu helgaðri Halldóri Kiljan Laxness
í Austurbæjarbíói 19. des. 1952
Gerpla er komin út.
Þessi tíðindi hafa vissulega ekki farið fram lijá neinum sem hér er
staddur, enda eru þau tilefni þessarar samkomu. En þetta eru mikil
tíðindi. Um langt árabil hefur útkoma nýrrar skáldsögu eftir Halldór
Kiljan Laxness verið sá viðhurður sem hæst bar hverju sinni í íslenzk-
um bókmenntum, og nú er svo komið að fjöldi erlendra lesenda er
setztur á sama bekk og íslendingar í þessu efni. Við höfum beðið þess-
arar bókar í meira en fjögur ár, og margir orðnir langeygðir; það er
trúa mín að höfundur hennar eigi sök á ófáum andvökunóttum hér-
lendis síðasta hálfan mánuðinn.
Halldóri Laxness hefur löngum verið lagin sú íþrótt að koma lesend-
um sínum á óvart með hverri nýrri bók, ýta við þeim, koma róti á
hug þeirra, vekja sumum hrifningu, hleypa öðrum í æsingu. Þessu
valda ekki aðeins skoðanir þær og ádeila sem bækurnar hafa að geyma,
heldur miklu fremur sterkar og ljóslifandi persónur bókanna, persónur
og viðburðir sem eru svo sannir og rökréttir, standa í svo mikilli töfra-
birtu, að lesandanum finnst hann gjörþekkja fólk og atburði betur en
flest sem hann hefur sjálfur lifað. Þessi list höfundar neyðir lesandann
til að draga lærdóma og ályktanir af viðburðum sögunnar, en viðbrögð
lesandans mótast hins vegar býsna oft af því hvernig þessar ályktanir
koma heim við þau sjónarmið sem standa næst hjarta hans sjálfs. Allur
boðskapur og öll ádeila í skáldskap missir marks nema höfundi takist
að ná lesandanum á vald sitt, láta hann nauðugan viljugan samsama
sig örlögum söguhetja sinna, taka þátt í sigrum þeirra og ósigrum,
þjást með þeim og gleðjast með þeim, sjá og skilja tilveruna með þeirra