Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 97
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA
303
Efnahagskreppa auðvaldsheimsins
A áratugnum fyrir hina fyrri heimsstyrjöld hafði auðvaldsheimurinn ekki getað
stigið sporið frá kreppu til veltiára, svo sem hann hafði jafnan getað áður gert.
Eftir nokkurn afturbata á árunum 1934—1937 lagðist ný kreppa að landi, og það
var aðeins „blessað stríðið", sem afstýrði henni. Á þeim árum hafði auðvaldið þó
sýnu meira svigrúm til að athafna sig á en nú, er Austur-Evrópa og Kínaveldi hafa
höggvið á landfestar við það og siglt sinn eiginn sjó. Það mátti því vera meira en
blindur maður, sem ekki gat sóð, að ný kreppa hlyti að skelia á þegar fyrstu eftir-
stríðsárunum lyki. Eina ráðið til að draga úr slíkri kreppu var að hefja stórkost-
leg viðskipti við hinn sósíalíska hluta hnattarins. Bandaríkin höfðu tvöfaldað
iðnaðarframleiðslu sína, og flest önnur auðvaldslönd höfðu bætt allmiklu við
íramleiðslumátt sinn nokkrum árum eftir styrjöldina. Markaður auðvaldsheimsins
hiaut von bráðar að offyllast þegar bætt hafði verið úr sárustu neyð stríðsáranna.
Bandaríkin tóku að sér forustuna í auðvaldsheiminum eftir styrjöldina. Þau
ætluðu að ráða fram úr öllum vandamálum, er hinu kvillasama auðvaldsskipulagi
mundu herast á hendur. Þau völdu leið þveröfuga við alla mannlega skynsemi.
I stað þess að leita markaða í löndum sósíalismans, slitu þau sjálf öllum viðskipt-
um við þau og hönnuðu öðrum þjóðum, er Bandaríkin höfðu nokkur áhrif á, að
leita sér atvinnulegrar bjargar á þeim slóðum. Bandaríkin höfðu gamalt húsráð í
fórum sínum, sjálfum sér og öðrum til bjargar: hervœðingu. Með hervæðingu og
heimsstyrjöld höfðu þau losað sig úr tíu ára efnahagskreppu. Nú skyldi þetta
þjóðráð reynt á nýjan leik.
Það er ekki ófróðlegt að athuga, hvernig Bandaríkjunum, þessum bjargvætti
vestrænnar menningar og kristninnar, hefur tekizt að leysa forustuhlutverk sitt í
efnahagsmálum Vestur-Evrópu. I efnahagsyfirliti Sameinuðu þjóðanna, Economic
Survey oj Europe in 1951, er birt skýrsla um innflutning matvæla til Vestur-
Evrópu á árunum 1938 og 1951:
í þúsundum tonna
Kom .................... 12.216 8.176 -h 33%
Kjöt .................... 2.120 1.381 -r- 35%
Smjör ..................... 576 400 -f- 31%
Fiskur .................... 872 719 -f- 18%
Egg........................ 400 329 -r- 20%
Kaffi ..................... 740 492 -t- 34%
Te ........................ 248 230 -f- 7%
íbúar Vestur-Evrópu hafa undir forsjá Bandaríkjanna keypt og neytt % minni
fæðu en þeir gerðu á kreppu- og atvinnuleysisárinu 1938. Þá má geta þess, að á
sama tíma flutti Vestur-Evrópa út 18% minni baðmullarþráð, 8% færri baðm-
ullardúka og flutti inn 18% minna af hrábaðmull, 38% minna af ull, 32% minna
af húðum og skinnum og 15% minna af timbri. Þrátt fyrir slíka fimbullækkun