Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 99
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 305 Þýzkaland á krossgötum Fyrir sakir legu sinnar á meginlandi Evrópu, framleiðslumáttar síns í iðnaði og samgönguæða, er Þýzkalandi bæði af náttúru og sögu búið mikið hlutverk í álfunni, svo vel í friði sem stríði. Oldum saman var Þýzkaland vígvöllur, þar sem stórveldi Evrópu útkljáðu deilumál sín. Um langa stund gerðu þýzkir smáfurstar sér það að tekjulind að leigja þegna sína til hernaðar í þjónustu erlendra þjóð- höfðingja. Þegar hinir handarísku nýlendumenn börðust með vopni í hönd fyrir frelsi sínu og vörpuðu af sér oki Englands voru skæðustu andstæðingar þeirra í ensku refsihersveitunum þýzkir sveitastrákar frá Hessen, gildir hermenn, grimmir og miskunnarlausir, er hörðust í her með sömu vandvirkni og handlægni eins og þeir væru að nostra við handiðn. Nú koma niðjar bandarísku frelsishetjanna til Þýzkalands og þreifa fyrir sér um málaliðsmenn meðal niðja hessensku sveita- strákanna. Bandaríkin hafa um sjö ára skeið róið að því öllum árum að gera Vest- ur-Þýzkaland að víghreiðri og íbúa landsins að málaliði í krossferðinni í Austur- veg. Á síðustu áttatíu árum hafa Þjóðverjar háð þrjár stórstyrjaldir. Þeim tókst jafnan að firra því, að land þeirra yrði orustuvöllur. Það var ekki fyrr en í lok liinnar síðari heimsstyrjaldar, að harizt var á þýzkri grund. Ef til þriðju heims- styrjaldar kæmi mundi Þýzkalandi verða orustuvöllur frá þeirri stundu, er fyrsta skoti yrði hleypt úr byssu. Hinn 9. maí síðastl. var undirskrifaður í París sáttmáli um stofnun „Varnar- bandalags Evrópu“. Þessir eru aðilar að varnarbandalaginu: Frakkland, Italía, Belgía, Holland, Lúxemburg og Vestur-Þýzkaland. Sáttmálinn ásamt viðaukum ýmsum var undirritaður af utanríkisráðherrum ofangreindra ríkja, en gengur ekki í gildi fyrr en hann hefur verið samþykktur af lögþingum ríkjanna. Samkvæmt sáttmála þessum skal stofna Evrópuher og er ráð fyrir gert, að í hon- um verði 43 herfylki, af þeim skulu Frakkar eiga 14, en Vestur-Þýzkaland 12. Þessi Evrópuher er þó síður en svo frjáls og fullvalda stofnun heldur lýtur hann æðstu herstjóm Atlanzhafsbandalagsins, þ. e. Bandaríkjanna. Þótt undarlegt megi virðast var það franskur maður, sem bar fyrstur fram opin- berlega hugmyndina um stofnun Evrópuhers, Pleven. Hann var forsætisráðherra Frakklands í októbermánuði 1950, er hann flutti franska þinginu þenna boðskap. En það var opinbert leyndarmál, að Pleven hafði ekki tekið þetta upp hjá sjálfum sér, heldur hafði Bandaríkjastjórn krafizt þess af honum. Málið var í þófi fram í september 1951, er utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna liöfðu með sér fund í Washington og samþykkt var að innlima Vestur-Þýzkaland í þetta „varnarsamfélag Evrópu". Því fór fjarri, að auðvelt hafi verið að koma þessu vamarbandalagi á laggirnar. England var óþjálast í taumi og neitaði með öllu að gerast beinn aðili að varnarbandalaginu. Eftir langa mæðu tókst Banda- ríkjastjórn um miðjan apríl 1952 að draga Bretland svo langt, að það gerði samning við bandalagið þar sem tilskilin var gagnkvæm hemaðaraðstoð, ef ann- arhvor aðilinn, Bretland eða bandalagið yrði fyrir vopnaðri árás. Bretland reyndi Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1952 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.