Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 102
308
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
handteknu unglingar voru úr þeirri deild þýzkrar æsku, er kallast „tækniþjónust-
an“. Höfðu þeir í fórum sínum miklar vopnabirgðir, er þeir földu í skógum, og
höfðu þeir gert samsæri allmikið gegn stjórnarvöldum í Hessen, en þar fara sósíal-
demókratar með völd. Nokkru eftir handtöku þessara dáindismanna kom skipun
frá æðsta ákæruvaldi Bonnstjórnarinnar þess efnis, að þeir skyldu tafarlaust látnir
lausir, og fylgdi það með, að hinir ungu hermdarverkamenn hefðu starfað sam-
kvæmt fyrirmælum og undir eftirliti bandarískra hernaðaryfirvalda.
Yfirvöldin í Ilessen langaði nú til að hnýsast nánar í starfsemi þessara ungu
manna, sem allir voru sprottnir upp úr varúlfahreyfingu þeirri, er nazistar höfðu
skilið eftir áður en þeir hröktust frá völdum og mikið var talað um rétt eftir
stríðslokin. Hessensku yfirvöldin fundu þá spjaldskrá eina ekki litla, og voru þar
á spjöld skráðir ýmsir menn, er hinir ungu nazistar ætluðu að vega þegar rétt
stund væri slegin. Fremstir í spjaldskrá þessari voru auðvitað kommúnistar, stjórn-
málamenn þeirra og verkalýðsfélagaforingjar. En þegar lengra var haldið í spjald-
skránni fundust þar nöfn Niemöllers prests og Ileinemanns, sem fyrr var getið. Og
enn fundust á skrá þessari nöfn fjölda sósíaldemókrata, þar á meðal ráðherra í
Hessen. Zinn forsætisráðherra sósíaldemókrata í Hessen gaf þá út opinbera til-
kynningu um málið hinn 8. októher síðastl. og gat þess að rannsókn hefði leitt í
ljós, að ungmenni „tækniþjónustunnar" hefðu fengið vopn sín og peninga frá
Ameríkumanni, er einnig hefði liaft eftirlit með þjálfun þeirra í meðferð vopna
og í slagsmálabrögðum.
Sama dag og Zinn forsætisráðherra gaf skýrslu sína kom háttsettur amerískur
embættismaður hernámsyfirvaldanna handarísku í heimsókn í ráðuneytisskrifstofu
Zinns og tilkynnti, að frekari rannsókn á atferli hinna ungu hermdarverkamanna
yrði að fara frani undir eftirliti fulltrúa frá bandarísku hernámsyfirvöldunum.
Þótt reynt væri að þagga þetta mál í hel, varð hneykslið svo mikið, að jafnvel
Lehr, innanríkisráðherra Bonnstjórnarinnar lýsti því yfir, að Bandaríkin yrðu að
hiðja Þýzkaland afsökunar á afskiptum af innanlandsmálum þess!
Annálslok ársins 1952
Þegar annál þessum lýkur, herast þau tíðindi, að Stalín liafi lýst því yfir við
bandarískan blaðamann, að hann væri fús til þess að koma á fund með Eisen-
hower Bandaríkjaforseta til að lægja viðsjár heimsmálnna. Enn sem komið er hef-
ur þessu tilboði verið tekið kuldalega í liinum vestræna heimi, hvað sem sfðar
kann að verða.
Þá hefur því verið lýst yfir, að Kínaveldi hefji fyrstu 5 ára áætlun sína í upp-
liafi næsta árs. Er þá svo komið, að allur sá heimur, er nær frá Saxelfi til Gula-
liafs, hefur beizlað atvinnulíf sitt í skipulagsbundinn áætlunarbúskap til margra
ára í senn. En tíðindi frá þeim slóðum verða að híða næsta árs.
Lokið 30. des. 1952.