Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 109
UMSAGNIR UM BÆKUR 315 um eftir að fyrst var prentuð bók eftir Gunnar. Það er ef til vill safnaranáttúr- an, sem veldur því, að mér finnst höf- undurinn hefði ekki átt að breyta sög- unum neitt frá upphaflegri mynd, en hann kveðst hafa breytt þeim nokkuð. Þetta yfirlit hefur orðið miklu lengra en ætlunin var, svo stutt og beinagrind- arlegt sem það er. Hefði raunar ekki verið úr vegi að sernja fullkomna bók- fræði um rit Gunnars Gunnarssonar, eins og útbreiðslu þeirra og útgáfum hefur verið háttað til þessa dags, en rúmið leyfir það ekki. II I XII. hindi er skáldsagan Heiða- harmur, sem kom út í fyrsta sinn 1940 (hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu). Segja má, að þá fyrst hafi ís- lendingar endurheimt Gunnar til fulls úr höndum Dana, þótt raunar sýni allar sögur hans, að hann er ekkert annað en íslendingur — góður og falslaus Islend- ingur -—. Heiðaharmur er sagan um blómlega sveit, sem kemst úr móð, af því að lífs- skilyrðin þar fullnægja ekki lengur kröf- um tímans. Ekki sízt í þessari sögu læt- ur höfundurinn lesandann beinlínis lifa á samtíð sögupersónanna, tímum vestur- faranna undir aldamótin síðustu. Jafn- vel framsæknustu menn, sem sjást ekki fyrir, hljóta að verða íhaldssamir með Brandi gamla Einarssyni á Bjargi og taka fastheldnina í arf með Bjargföstu (réttu nafni Bergþóru) dóttur hans. Við gleymum seint fermingarbarninu Berg- þóru Brandsdóttur, sem heimsækir vini sína í Heiðinni, voveiflegum dauðdaga einyrkjans á Leiti né þögulu stefnumót- inu við garðbrotið, þegar Oddný var dá- in. Sagan er um manndómsár Brands og Unu og allra karlanna í Heiðinni, sem lifðu þar í eigin veröld, litnir hornauga og misskildir af öðrum Þrídælum, ekki sízt fólkinu í nýmenningunni á Tangan- um. Uppblástur landsins og breyttar kröfur tímans knýja kotkarlana einn af öðrum til uppgjafar, unz Brandur stend- ur nær einn uppi í sögulok, að kalla ör- vasa einstæðingur og beygður af ósigr- inum fyrir höfuðskepnunum og ástvina- missi. Þegar við höfum lesið bókina, er allt að því, að við treystum okkur til að rata í björtu milli allra bæjanna í Heið- inni, a. m. k. ef höfundur hefði verið svo hugsunarsamur að gefa okkur upp átt- irnar, t. d. með uppdrætti! En enginn skyldi fara í dimmu um lendur Gunnars Gunnarssonar. Þar er ekki flatlendið, heldur víða ýmsar torfærur, hættuleg gil og fossandi flúðir. Við eigum raun- ar vísa fylgd einyrkjanna, eða stórbónd- ans á Bjargi, svo fremi við séum ekki vesturfaralegátar. En ég verð samt að segja það, hvað sem höfundurinn segir, að ég trúi því ekki á Brand á Bjargi, að hann hafi sent Ameríkuagentinn svo að segja beint í opinn dauðann, þótt hann fyrir guðs náð bjargaðist til Rustíkusar á Tindastóli, lítt skaddaður úr skriðun- um. Þessari nýju útgáfu Heiðaharms hefur að stíl og orðfæri verið allmjög breytt frá hinni fyrri. Höfundur hefur meitlað og fágað frásagnarháttinn betur, mótað hann betur eftir efninu, og vfða fellt í stuðla orðalag. Þáttum sögunnar hefur verið skipt niður í undirkafla eftir efni, og er það vel. Líklega er ekki svo blað- síða í nýju útgáfunni, að henni hafi ekki verið breytt meira eða minna frá hinni eldri, en ekki er ástæða né rúm hér til að rekja það. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna nokkur dæmi, og er innan sviga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.