Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 112
318 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Það má enn til nefna, að í IX. kafla XIII. bindis eru tveir undirkaflar kallað- ir 2. kafli, svo að undirkaflamir eru raunar 8, ekki 7. Og í VI. bindi útgáf- unnar vantar framan við bókina klaus- una um, að þetta sé útgáfa fyrir félags- menn Landnámu eina saman. Slíkt sem þetta er þarflaus hroðvirkni. Raunar eru þetta engin höfuðatriði, en stinga þó þann, sem rekur augun í þau, og lesendur verka Gunnars Gunn- arssonar og bann sjálfur eiga fulla heimtingu á gallalausum ytri frágangi heildarútgáfunnar. Árni Böðvarsson. Jóhannes úr Kötlum: Sóleyjar kvæði. Heimskringla 1952. SkÁld eru sálkönnuðir, sum ósjálfrátt, önnur af ásetningi. Venjulega er sál- greining þeirra einstaklingsbundin, ein- stakar manngerðir sálgreindar. Sjald- gæfara er, að sjálf þjóðarsálin sé sál- greind. Nýjasta Ijóðabók Jóhannesar úr Kötlum, Sóleyjarkvæði, er þó ein slík sálgreining þjóðarsálarinnar í þjóð- kvæðastíl. Sóley sólufegri, landið okkar fagra, sem Einar Benediktsson nefndi svo og Jónas Hallgrímsson og önnur skáld 19. og 20. alda hafa gefið okkur, er aðalper- sóna kvæðisins. Hún lifir vonfögru lífi með brúðguma sínum, skáldinu, er söng þjóð hennar til frelsis. En brátt syrtir í lofti. Finngálkn eitt flýgur úr vestri með digran sjóð silfurpeninga, sem það sáldrar yfir tóra þóra með þeim afleið- ingum, að þeir fá nornina Lobbu til að stinga söngvaranum svefnþorn. Sóley undrast, hve fast hann sefur, en fær að vita hið sanna og jafnframt, að valan Þjóðunn, þjóðarsálin, geti ein vakið hann. Sóley fer til fundar við Þjóðunni, sem liggur á glámbekk, og biður hana að koma og vekja með sér söngvarann: Það vil ég ekki, Þjóðunn kvað, gnóg eru aflaföng: blóðkrónur, betlidalir og léreftin löng, hérland og þarland — hvað varðar mig þá um frelsissöng? Þegar Sóley spyr hana: Til hvers var þá að þrauka í þúsund ár? svarar hún: Þjóðunn mælti: 1 öll þau ár ég sat að bragasjóði og var þó kúguð í friði — nú veit ég að stríð er gróði og frelsið arður af auði en ekki ljóði. Þegar þjóðarsálin er þannig, er ekki að furða, þó að tórum þórum og fígúr- unni þykku reynist auðvelt að bregða á Sóleyju, að boði Sáms Bolasonar, gyllt- um samúðarfjötrum (Marshallhjálp- inni), er síðar verði smátt og smátt breytt í tötra. En von Sóleyjar er ekki öll, þótt söngvarinn verði ekki vakinn um- sinn. Ilún leggur í langt liðsbónar- ferðalag á fund aðalstéttanna, bænda, sjómanna og verkamanna. En svör þeirra verða öll á einn veg. Enginn vill veita henni liðsinni gegn hoffins sveinum, sem eiga að fjötra liana. Bóndinn er ófram- færinn, þekkir heiminn lítið og telur fráleitt, að hann grípi fram í gang hans. Sjómaðurinn tekur henni mjög á sömu leið. Hver er sjálfum sér næstur. Verka- maðurinn, maðurinn, sem mylur grjót, vill feginn verða Sóley að liði, þegar hann sér, hve raunamædd hún er. En
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.