Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 115
UMSAGNIR UM BÆKUR
321
skáld en flestir hinna sem nefndir voru.
Eftirtektarverðasti munur á formi Jóns
og hinna annarra yngri skálda er að form
hans er miklum mun látlausara en
þeirra. Það er algeng tegund vanmættis
hjá sumum sem yrkja að stíllinn vex
skáldinu yfir höfuð og fer sínu fram á
kostnað þess. Jón úr Vör lætur formið
aldrei yrkja fyrir sig. Hann hefur til-
einkað sér afar hlutlægan og einfaldan
ljóðstíl, sem vekur traust lesandans.
Mörg kvæðanna í bókinni eru nokk-
urs konar framhald af Þorpinu, svip-
myndir úr lífsstríði vinnandi lýðs, ein-
staklega raunsannar, þótt þær gefi ekki
sýn yfir miklar víðáttur. En undir niðri
í þessum kvæðum er glóð tilfinningar,
sem dýpkar merkingu þeirra.
I seinni kvæðum þessarar bókar gerist
höfundur innhverfari og spurulli um
dýpri rök, og stendur þar að vonum ekki
jafnföstum fótum í hlutlægri yrkisað-
ferð. Hann hvarflar einnig að þjóðfé-
lagslegum efnum, en virðist ekki eiga
sér andlegt hráskinn í pólitískri né trú-
arlegri vissu um uppreist undirokaðra.
Hann er efasemdarmaður eins og ský-
laust birtist til dæmis í kvæðinu Máttur
hins veika. Þar í er þetta:
Fyrr trúði ég á mátt hins veika
þegar hann hefði lagt hönd sína
í hönd þess veika
og að þúsundir gætu lyft grettistaki
úr vegi réttlætisins.
En nú á ég ekki lengur þessa trú
Nú veit ég að hinn veiki verður alltaf
veikur
og hinir einföldu munu guð sjá
en aðrir fá að erfa landið.
Og þó mun ég ganga hinn sama veg
og ég valdi mér í æsku
þvi á leiðinni að takmarkinu býr
hamingja baráttunnar
en vonbrigðin á vegarenda.
Eins og þessi tilvitnun sýnir má finna
á bókinni nokkur þreytumerki erfiðra
tíma. En í þessari bók Jóns úr Vör er
meiri einlægni og straumur frá hlýrra
þeli en í öðrum kvæðum yngstu skálda.
H. J. J.
Jón Oskar:
Mitt andlit og þitt
Heimskringla 1952.
Þetta er fyrsta bók höfundar og það
er ekki stór bók, aðeins tæpar sex arkir;
en þó mun hún kærkomin mörgum vand-
látum lesara. Þeir sem kynnzt hafa smá-
sögum Jóns Óskars munu fagna því að
hafa þær hér í einni bók, og vænta fleiri
bóka frá hans hendi sem fyrst.
Jón Óskar er vandvirkur höfundur,
skrifar gott mál og stíll hans fellur vel
að efninu.
Söguefnin í þessari bók eru ekki fyr-
irferðarmikil og sögurnar ekki spenn-
andi. Ég efast um að mörgum þætti
frumsagan, svipt öllum umbúnaði höf-
undar, eftirtektarverð, og við ytri mann-
lýsingar leggur hann sjaldan mikla
rækt. Styrkur skáldsins liggur á öðru
sviði: Honum er sýnst um að skapa
stemmningu utan um lítilvæg atvik, um-
lykja þau töfrum sem láta lesandann
renna grun í stóru söguna að baki litlu
sögunnar og persónu að baki myndar-
innar, og hann kann ágætlega að tak-
marka sig svo áhrifin verði sterk og fari
ekki forgörðum.
Þetta er ekki ritdómur, aðeins fá orð
til að minna á þessa litlu en hugðnæmu
21