Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 117
UMSAGNIR UM BÆKUR
323
bókin nokkuð losaraleg, en sumar per-
sónulýsingarnar eru þó talsvert athyglis-
verSar svo sem þau hjónin Falgeir kenn-
ari og Sigrún eða gömlu hjónin Torfi og
Anna þó að lýsingin á þeim minni mann
óhjákvæmilega á gömlu hjónin í upphafi
Fegurðar himinsins. Höf. hefur tvímæla-
laust marga góða kosti sagnaskálds, en
hann verður að aga sig betur og stilla
frásagnargleði sinni í meira hóf.
A. Þ.
Gísli Brynjúlfsson:
Dagbók í Höfn.
Eiríkur Hreinn Finnbogason
bjó til prentunar. Útgefandi:
Heimskringla, Rvík 1952.
Fyrir hundrað árum var höfundur þess-
arar bókar talinn eitt af höfuðskáldum
Islendinga, þótt nú sé nafn hans að hálfu
gleymt á því þingi. Astæðan til þeirrar
skáldfrægðar var sú að árin 1848 og 49
gaf hann út í Kaupmannahöfn dálítið
tímarit sem nefnt var Norðurfari, ásamt
Jóni Thoroddsen síðar sýslumanni. Þeg-
ar þetta rit hóf göngu sína var Gísli að-
eins tvítugur að aldri, en þó birtust þar
ljóð sem báru liróður hans á svipstundu
um allt land og voru höfð í hávegum
lengi síðan. Frægust þeirra voru Farald-
ur og Grátur Jakobs yfir Rakel.
Á þessum tíma voru mikil umbrot í
Norðurálfu. Febrúarbyltingin í Frakk-
landi vakti frelsisöldur sem flæddu vítt
yfir lönd, veldi aðals og einvaldsdrottna
skalf á grundvelli, sundruð þjóðabrot
reyndu að sameinast og kúgaðar þjóðir
heimtuðu sjálfsforræði. Tvennt skipti þó
íslendinga mestu. Danakonungur afsal-
aði sér einræði því sem staðið hafði í
nær tvö hundruð ár, og Þjóðverjar í her-
togadæmunum Slésvík og Holtsetalandi
gerðu uppreist gegn Dönum sem var bar-
in niður eftir harða viðureign. Allt þetta
umrót, og þá einkum atburðir þeir sem
urðu í Danmörku, ollu því að barátta Is-
lendinga fyrir auknu sjálfsforræði varð
einbeittari en verið hafði til þessa. Jón
Sigurðsson skrifaði í Ný félagsrit hina
frægu Hugvekju til Islendinga, sem
varð stefnuskrá íslendinga í sjálfstæðis-
haráttunni, og málstaður hans fékk byr
undir vængi við það að Gísli Brynjúlfs-
son skrifaði í Norðurfara ritgerðir um
frelsishreyfingar þær sem urðu annars
staðar í álfunni, „þrungnar frelsisanda
og eldmóði hins unga manns.“ En síðar
tókst þó svo hörmulega til að Gísli sner-
ist gegn sjálfstæðismálinu og tók að
skrifa nafnlausar skammagreinar um
Jón Sigurðsson í dönsk blöð. Það varð
til þess að íslendingar í Höfn lögðu á
hann fæð og hrelldu hann á allar lundir.
Síðara hluta ævi sinnar var hann vinum
horfinn og dó saddur lífdaga.
Dagbók sú sem hér hefur í fyrsta sinn
verið gefin út á prent var skrifuð árið
1848, sama ár og Gísli orti Farald og gaf
út fyrra árgang Norðurfara. Bókin er
skrifuð af mikilli hreinskilni, enda lief-
ur höfundur ekki átt von á að hún kæmi
nokkru sinni fyrir sjónir almennings.
Þess vegna er hún frábær heimild um
þennan unga stúdent, líf lians rennur
fyrir augu lesanda eins og skuggamynd-
ir á tjaldi. Hann er rúmlatur á morgn-
ana og ákaflega hyskinn við námið, en
hefur því meira gaman af að lesa fagr-
ar bókmenntir, mestar mætur hefur hann
á Byron og Walter Scott. Allar frelsis-
hræringar þessa mikla uppreisnarárs
ólga í honum, hinir kúguðu eiga alla
samúð hans en einvaldsdrottnar fá tón-
inn sendan, allir nema Napóleon keisari.