Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 117
UMSAGNIR UM BÆKUR 323 bókin nokkuð losaraleg, en sumar per- sónulýsingarnar eru þó talsvert athyglis- verSar svo sem þau hjónin Falgeir kenn- ari og Sigrún eða gömlu hjónin Torfi og Anna þó að lýsingin á þeim minni mann óhjákvæmilega á gömlu hjónin í upphafi Fegurðar himinsins. Höf. hefur tvímæla- laust marga góða kosti sagnaskálds, en hann verður að aga sig betur og stilla frásagnargleði sinni í meira hóf. A. Þ. Gísli Brynjúlfsson: Dagbók í Höfn. Eiríkur Hreinn Finnbogason bjó til prentunar. Útgefandi: Heimskringla, Rvík 1952. Fyrir hundrað árum var höfundur þess- arar bókar talinn eitt af höfuðskáldum Islendinga, þótt nú sé nafn hans að hálfu gleymt á því þingi. Astæðan til þeirrar skáldfrægðar var sú að árin 1848 og 49 gaf hann út í Kaupmannahöfn dálítið tímarit sem nefnt var Norðurfari, ásamt Jóni Thoroddsen síðar sýslumanni. Þeg- ar þetta rit hóf göngu sína var Gísli að- eins tvítugur að aldri, en þó birtust þar ljóð sem báru liróður hans á svipstundu um allt land og voru höfð í hávegum lengi síðan. Frægust þeirra voru Farald- ur og Grátur Jakobs yfir Rakel. Á þessum tíma voru mikil umbrot í Norðurálfu. Febrúarbyltingin í Frakk- landi vakti frelsisöldur sem flæddu vítt yfir lönd, veldi aðals og einvaldsdrottna skalf á grundvelli, sundruð þjóðabrot reyndu að sameinast og kúgaðar þjóðir heimtuðu sjálfsforræði. Tvennt skipti þó íslendinga mestu. Danakonungur afsal- aði sér einræði því sem staðið hafði í nær tvö hundruð ár, og Þjóðverjar í her- togadæmunum Slésvík og Holtsetalandi gerðu uppreist gegn Dönum sem var bar- in niður eftir harða viðureign. Allt þetta umrót, og þá einkum atburðir þeir sem urðu í Danmörku, ollu því að barátta Is- lendinga fyrir auknu sjálfsforræði varð einbeittari en verið hafði til þessa. Jón Sigurðsson skrifaði í Ný félagsrit hina frægu Hugvekju til Islendinga, sem varð stefnuskrá íslendinga í sjálfstæðis- haráttunni, og málstaður hans fékk byr undir vængi við það að Gísli Brynjúlfs- son skrifaði í Norðurfara ritgerðir um frelsishreyfingar þær sem urðu annars staðar í álfunni, „þrungnar frelsisanda og eldmóði hins unga manns.“ En síðar tókst þó svo hörmulega til að Gísli sner- ist gegn sjálfstæðismálinu og tók að skrifa nafnlausar skammagreinar um Jón Sigurðsson í dönsk blöð. Það varð til þess að íslendingar í Höfn lögðu á hann fæð og hrelldu hann á allar lundir. Síðara hluta ævi sinnar var hann vinum horfinn og dó saddur lífdaga. Dagbók sú sem hér hefur í fyrsta sinn verið gefin út á prent var skrifuð árið 1848, sama ár og Gísli orti Farald og gaf út fyrra árgang Norðurfara. Bókin er skrifuð af mikilli hreinskilni, enda lief- ur höfundur ekki átt von á að hún kæmi nokkru sinni fyrir sjónir almennings. Þess vegna er hún frábær heimild um þennan unga stúdent, líf lians rennur fyrir augu lesanda eins og skuggamynd- ir á tjaldi. Hann er rúmlatur á morgn- ana og ákaflega hyskinn við námið, en hefur því meira gaman af að lesa fagr- ar bókmenntir, mestar mætur hefur hann á Byron og Walter Scott. Allar frelsis- hræringar þessa mikla uppreisnarárs ólga í honum, hinir kúguðu eiga alla samúð hans en einvaldsdrottnar fá tón- inn sendan, allir nema Napóleon keisari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.