Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 120
326 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR prúffa, Halls Magnússonar, Þórðar á Strjúgi og Guðmundar Bergþórssonar, en hlutur hins síðastnefnda er drýgstur allra rímnaskálda í bindinu. Þó að þetta sé ekki fræðileg útgáfa hefði verið æski- legt að þess hefði verið getið eftir hverj- um handritum textamir séu teknir þar sem um áður óprentaðar rímur er að ræða, en það er aðeins gert í síðasta bindinu. Meðal rímnaskálda þriðja bindis fer mest fyrir Sigurði Breiðf jörð, eins og að líkum lætur; önnur helztu rímnaskáld 19. aldar fá þó sinn skerf, og auk þess eru tekin nokkur dæmi úr rím- um lítt kunnra skálda. Urval Sýnisbókarinnar gefur lesanda glögga hugmynd um þróun rímnakveð- skapar; helztu nýjungamönnum í íþrótt- inni eru gerð góð skil, merkustu áfang- arnir í stíl og braglist koma ljóst fram. Um val á einstökum skáldum eða rím- um geta verið skiptar skoðanir, en það er ekkert meginatriði. Utgefandi virðist hafa sneitt hjá rimum sem gefnar hafa verið út á síðasta mannsaldri í sæmileg- ura útgáfum við almenningshæfi; frá því sjónarmiði einu er skiljanlegt að ekkert er tekið eftir Kolbein Grímsson og engin sýnishorn úr Númarímum. Fyrsta og annað bindi bókarinnar er prentað í Edinburgh, og mun útgefandi hafa haft litla aðstoð íslendinga um prófarkalestur. Ber bókin þess nokkur merki, því að prentvillur eru helzt til margar í þessu riti sem að öðru leyti er svo vel til vandað. En sá einn veit sem reynt hefur hvað mikla liörku í prófarka- lestri þarf til að koma íslenzkum texta heilum á húfi gegnum erlenda prent- smiðju, enda veitist það mörgum full- erfitt þótt hér á landi sé. I inngöngunum fjallar útgefandi um rímnakveðskap hvers tímabils, man- söngvana, bragarhætti og mál rímnanna. Snæbjörn Jónsson hefur þýtt inngang- ana á íslenzku, en aftan við eru þeir prentaðir á ensku, lítið eitt styttir, og er það vafalaust bezta yfirlit um íslenzkan rímnakveðskap sem birzt hefur á erlendu máli. Þetta eru langar ritgerðir og ræki- legar, fullar fróðleiks, og sýna vel hina miklu þekkingu útgefanda á efninu. Mest er um það vert í riti eins og þessu að inngangamir eru alþýðlegir í bezta skilningi þess orðs, ljóst og skilmerki- lega ritaðir, gersamlega lausir við alla tyrfni og lærdómsrembing, án þess þó að slakað sé á kröfum fræðimennsku að því er efnið snertir. Brezkir fræðimenn hafa löngum kunnað þá list flestum fremur, og útgefandi Sýnisbókarinnar er þar engin undantekning. Annað sem athygl- isvert er við inngangana er hinn næmi skilningur höfundar á rímunum sjálfum, efni þeirra, hugmyndaheimi og máli. Hinum þaulreynda orðabókarhöfundi hefur auðvitað ekki dulizt mikilvægi rímnanna fyrir íslenzka málssögu, og bendir hann á dæmi um þann mikla sæg orða sem annaðhvort þekkist aðeins þaðan eða kemur þar fyrir í fyrsta sinn. Þær rímur sem við orðabókarmenn höf- um orðtekið hér fyrir orðabók Háskól- ans hafa að fullu staðfest þessi ummæli. A þessu sviði verður gildi íslenzkra rímna sízt ofmetið. Og hver sá sem vill kynnast menningu íslenzkrar alþýðu á síðari öldum kemst ekki hjá því að sinna rímunum meira en mörgum hefur hætt til áður fyrr; svo mikill þáttur hafa þær verið í lífi Islend- inga öldum saman. Rímur hafa að vísu orðið að þoka úr sessi fyrir öðru lestrar- efni hjá almenningi, og litlar líkur til að á því verði breyting; en svo er fyrir að þakka að enn eru margir íslendingar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.