Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 13
GUÐMUNDUR BOÐVARSSON:
Stalingrad
i
Grænkandi akrar við brautina bóSumegin,
bylgjandi vor í sléttunnar mistraða lofti,
döggvaðir akrar í árdagsins fölskvuðu birtu,
umluktir skýlandi reinum;
segið mér vinir, þér brjóst hinnar margfrjóu moldar,
mildir og hljóðir, angandi af friðsælli grósku,
hví kemur í hug minn og mælir sér mót við daginn
ein minning frá. skelfingardögum:
ein spurning-----
ein spurning sem brann inn í hjartað og hverfur ei síðan:
Verður Stalingrad varin?
Á klettóttri strönd míns straumsvala lands í norðri
þar sem stormarnir þenja sinn væng milli elskaðra fjalla,
hlustaði fámennust þjóð með andvöku í augum
á orustugnýinn að handan,
og eldfomar arfsagnir hvörfluðu á ný í hugann
er heyrðum við ung frá landinu mikla í austri,
og harmþungt sem móðursorg ómaði í eyrum vorum
ástljóðið foma um Volgu,
er streymdi blóð hennar barna í snjóinn og ísinn
á bökkum og eyjum
og borg hennar, Stalingrad, var í rústum.