Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Vissum vi3 um hvað var barizt?
Vissum við hvað var í húíi?
Skildum við verjandans skilningi fórnir og dauða?
Munum við hvað við mæltum, að allt væri í hættu?
munum við það enn?
heimilin, börnin, réttlætið,
framtímans íriður og menning,
allt það sem lífsþrá vor elskar á þessari jörð.
Því leitaði hugur vor kvíðinn úr kyrrðinni heima
til kósakkans unga er barðist á fjarlægum slóðum
í brennandi rústmn síns húss, í hríðum og myrkri
og hafði elfuna að baki.
Og dagarnir liðu við fljótið, sem fékk ekki að leggja
þó frostbitran spyrnti járnuðum hælum í vatnið.
Það rigndi þar eystra, — sprengjum og aftur sprengjum,
hver spölur var grýttur með eldi.
Og spurningin varð eins og hróp á hljóðlátum aftni:
Verður Stalingrad varin?
II
Eg minnist hins dýrlega dags við fjöllin í austri,
þegar dagsbrúnin kom sem úr undursamlegri fjarlægð,
en ómur af sigursins söng var í himinsins birtu
og sólskinið þaggaði náttsortans blóðugu drápu
með hljómkviðu sinni. Og hjörtu vor tóku undir stefið
í hrifningu og gleði:
Börnum vorum er borgið. Frelsið mun l:fa.
Berjumst til friðar hvar sem vér þurfum að berjast.