Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 15
STALINGRAD
5
Þökk mín til yðar, þér hetjur frá borginni hrundu,
sem hélduð velli í kiöllurum, rústum og gígum,
sem lifðuð af hina ómennsku martraðar-þjáning,
sem orð ekki geta tjáð eða fjarlægur skilið.
Og þúsundföld þökk til yðar, sem félluð við fljótið,
félluð og sigruðuð dauðann.
III
Ég heilsa þér Stalingrad, borgin á bökkum Volgu.
Þú berð þér á örmum þá von sem við þráðum að eignast.
Og ég minnist í svip þinna systra frá liðnum öldum, —
söndum og frumskógum huldar, að eilífu dauðar,
Karþagó, Níníve, Trója, hvað langt sem við leitum,
þar liggja þær hundruðum saman í ókynnis-fyrnsku,
nafnlausar, týndar, — aðeins auðnin oss vekur
sem óljóst bergmál af dyni þagnaðra stræta,
og dult, eins og svefngöngusýn inni í aldanna rökkri,
sjáum vér flöktandi skugga af háreistum turniun.
En þú, sem varst eyddari öllum sem heimssagan þekkir,
eldregni slegin og göldróttum drápsvélum troðin,
rifin til grunna, brotin og brennd upp til ösku,
þú ert borgin sem varð ekki sigruð.
Hér hrundi til brots sá brimskafl er hæst skyldi rísa:
Þú ert borgin sem varð ekki sigruð
þó forynjan læsti þig hrömmum haturs og dauða
því hiarta þíns lands sló öruggt í þínum barmi.