Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 16
6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
IV
Hve hlæja viS vorinu gangstéttir þínar og götur,
glæstar, drifhvítar hallir og kornungir runnar.
Og Orustuhæðin skal breytast í grænkandi garða.
Þitt gróandi líi er tákn þess sem um var barizt.
Bardagaborg,
til þín leita hugir þeirra sem friðinum unna.
Þú ert heilög borg.
Mjúkum streng leikur Volga hjá vorgrænum bökkum,
vefjandi í faðmi sér straumnes og laufprúðar eyjar,
andandi eilífðarfriði, hin frjósama móðir,
fagur er hennar niður í vorum eyrum.
Stalingrad, þú ert drottning hins dýrkeypta sigurs,
til drauma lokkar vor hjörtu þinn framtíðarsöngur.
Og friðarins söngur var sunginn á alheimsmáli
í sólskærum augum barnanna, ljúílinga þinna,
sem réttu okkur, ókunnum mönnum frá langfjörrum löndum,
litlar, saklausar hendur í ástúð og gleði.
Það er söngur í trjám þínum, ungum, grænum og grönnum,
gróandasöngur,
söngur dirfsku og þreks
í þínum rísandi húsum
og þínu glóandi stáli.
V