Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 31
HEIMA OG HEIMAN 21 minkuðu af því að vera bornir saman við samtímameistara í bókmentum annarsstaðar í heiminum. En það hefur aldrei fyr gerst, að alþjóðleg bókmentaverðlaun hafi ratað til íslands. Það hefur verið siðvenja híng- að til, að þeir sem átt hafa fyrir slíkum verðlaunum að ráða, virtust hneigjast til þeirrar einkennilegu hjátrúar, að verðleikar þjóðar í sér- hverri grein, einnig í bókmentum, skyldu metnir samkvæmt höfðatölu, eða einsog oss er tamt að segja á Islandi, eftir því hve mörg nef yrðu talin í landi: fjöldi nefja — mikilsverð þjóð og góðs makleg; fátt nefja — ekki par. Það lítur svo út sem Heimsfriðarráðið hafi aðrar hugmynd- ir í þessum efnum; sú staðreynd að Ráðið hefur sæmt verðlaunum fulltrúa af einu fámennasta og ókunnasta þjóðerni jarðarinnar bendir til þess, að Ráðið aðhyllist ekki þá skoÖun að nefjamergð ein geri þjóð góða, heldur beri aungu síður að líta á aðra kosti eða eiginleika hennar, — eða jafnvel þeir komi á undan. En einmitt sú staðreynd að Heims- friðarráðið skuli telja það samrýmast virðíngu sinni að leita uppi verð- launamann meðal eins fámennasta þjóðflokks sem til er, þjóðflokks sem þar á ofan byggir svo fjarri alfaraleið sem íslendíngar, — þessi stað- reynd ber því vitni hversu innilega samþjóðleg í háttum og víöfeöm í grundvallaratriðum Heimsfriðarhreyfíngin er. Leyfið mér að bæta nokkrum athugasemdum við þá yfirlýsíngu sem ég gerði í fyrstu, að þessi veitíng hefði komið mér á óvart flestum tíð- indum fremur. Þegar ég var únglíngur ákvað ég að gerast rithöfundur, og er það að vísu ekki mikil saga í landi þar sem annarhver maður er að bera sig að yrkja. En mig lángaði til þess að gera höfundarkalliö að ævistarfi mínu, þannig að ég gæti helgað bókmentum tíma minn óskiftan; ég var í því ráðinn að setja saman sagnaskáldskap með epísku formi um hið máttuga Iíf sem lifað hefur verið með miklum furðuverk- um andstæðna í hinu veðurbitna eylandi mínu sem það þrumir eitt sér í Norðuratlantshafi miðju, og í augum fjarlægs áhorfanda hlýtur að standa sem ímynd hinstu auðnar. Og með því ég rita aðeins á túngu sem skilin er af svo fám mönnum, að það lægi nær að kalla hana launmál en þjóðtúngu, þá fullvissa ég yöur um að það vakti ekki fyrir mér að komast í mikil uppgrip af því að velja mér þennan starfa, ellegar ég þættist með því líklegur til að safna verðlaunum. Og ég skal reyndar skjóta því hér inn, einsog meðal sviga, að ég held það hefði ekki orðið mikið úr mér sem rithöfundi hefði ég nokkurntíma verið að krjá eftir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.