Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 32
22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
verðlaunum, enda hef ég aldrei á ævi minni skrifað orð í von um slíkt.
Metnaður minn var frá öndverðu sá einn að standa ekki altof lángt að
baki meðalgáfuðum skáldum og sagnamönnum á íslandi, hinum fyrri
höfundum, sem í mörgu falli létu ekki einusinni eftir nöfn sín með verk-
um sínum, og á sérhverju tímabili þjóðarævinnar sátu uppi, að nætur-
lagi, við litla týru, að loknu dagsverki, oft í köldum torfhreysum, og
skrifuðu voldugar bækur; — og þó þeim væri stundum kalt á hendinni,
þá lögðu þeir ekki niður penna sinn meðan hjartað var heitt.
Við þessa gleymdu menn, marga hverja nafnlausa, sem um lángar
myrkar aldir íslandsbygðar hlúðu að eldi menta og menníngar með því
að helga sig sagnagerð og leggja rækt við skáldamál og frásagnarstíl, —
við þá stend ég í stærri skuld en nokkra menn aðra. Flestir þeirra stríddu
og dóu í fátækt, ókunnir og virtir lítt, en ég er afspríngur þeirra og verk
mín eru með nokkrum hætti þeirra verk: ég er það sem ég er vegna þess
hvað þeir bjuggu í hendur mér.
Enn vil ég að lokum ítreka þakkir mínar til Heimsfriðarráðsins fyrir
að hafa munað íslensku þjóðina, og lagt þannig á það sérstaka áherslu,
að innan vébanda vináttunnar eru hvorki til stórar né smáar þjóðir, að-
eins mannkynið.