Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 37
EINAR BRAGI :
Um García Lorca, líf lians og starf
Foreldrar
Bernska
Federico García Lorca var íæddur 5. dag júnímánað-
ar árið 1899 í sveitaþorpinu Fuentevaqueros skammt
utan við borgina Granada á Suður-Spáni. Faðir hans, Federico García
Rodríguez, var efnaður bóndi, veraldarvitur og hygginn fjársýslumaður.
Móðir hans, Dona Vicenta Lorca* var af góðum andalúsískum ættum,
gáfuðu millistéttarfólki, sem margt var vel menntað og listhneigt. Hún
var síðari kona bónda síns, en hafði verið kennslukona, áður en hún gift-
ist. Hún var bráðgáfuð kona og listfeng, lék meðal annars mjög vel á
píanó. García Lorca erfði hvort tveggja í ríkum mæli, jarðfestu bænd-
anna í föðurætt sinni og ást þeirra á sveitalífinu og gáfur, listhneigð og
menntaþrá móðurfrænda sinna.
Federico var fyrsta barn foreldra sinna, en síðar bætt-
ust þrjú í hópinn. Bernskuheimili hans var allt með
inenningar- og myndarbrag. Búgarðurinn var stór og alltaf margt manna
á heimilinu, hjónabandið var hamingjusamt, rausnarskapur og menn-
ingarrækt húsfreyju héldust í hendur við ráðdeild og búhyggju bóndans.
Fyrstu æviárin var Federico mjög heilsuveill og af þeim sökum seinn til
þroska. Hann var orðinn þriggja ára, þegar hann byrjaði að tala, og fór
ekki að ganga, fyrr en hann var fjögra ára. Sá á gangi hans alla ævi. Hafa
þessi bernskuveikindi greinilega haft varanleg áhrif á hann. Veikindin
meinuðu honum eðlilegrar þátttöku í lífinu umhverfis, en hann fór ekki
á mis við það fyrir því. Leikur barnanna, líf náttúrunnar og litir bárust
að eyrum hans og augum í myndum og hrynjandi, og úr þeim skóp hann
sinn eigin heim. Vegna vanheilsunnar var hann eðlilega háðari um-
* Lorca er móðurnafn, García föffurnafn, en Federico skírnarnafn. Er spænsk
venja aff nota bæði ættarnöfnin, og fylgi ég henni.