Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 37
EINAR BRAGI : Um García Lorca, líf lians og starf Foreldrar Bernska Federico García Lorca var íæddur 5. dag júnímánað- ar árið 1899 í sveitaþorpinu Fuentevaqueros skammt utan við borgina Granada á Suður-Spáni. Faðir hans, Federico García Rodríguez, var efnaður bóndi, veraldarvitur og hygginn fjársýslumaður. Móðir hans, Dona Vicenta Lorca* var af góðum andalúsískum ættum, gáfuðu millistéttarfólki, sem margt var vel menntað og listhneigt. Hún var síðari kona bónda síns, en hafði verið kennslukona, áður en hún gift- ist. Hún var bráðgáfuð kona og listfeng, lék meðal annars mjög vel á píanó. García Lorca erfði hvort tveggja í ríkum mæli, jarðfestu bænd- anna í föðurætt sinni og ást þeirra á sveitalífinu og gáfur, listhneigð og menntaþrá móðurfrænda sinna. Federico var fyrsta barn foreldra sinna, en síðar bætt- ust þrjú í hópinn. Bernskuheimili hans var allt með inenningar- og myndarbrag. Búgarðurinn var stór og alltaf margt manna á heimilinu, hjónabandið var hamingjusamt, rausnarskapur og menn- ingarrækt húsfreyju héldust í hendur við ráðdeild og búhyggju bóndans. Fyrstu æviárin var Federico mjög heilsuveill og af þeim sökum seinn til þroska. Hann var orðinn þriggja ára, þegar hann byrjaði að tala, og fór ekki að ganga, fyrr en hann var fjögra ára. Sá á gangi hans alla ævi. Hafa þessi bernskuveikindi greinilega haft varanleg áhrif á hann. Veikindin meinuðu honum eðlilegrar þátttöku í lífinu umhverfis, en hann fór ekki á mis við það fyrir því. Leikur barnanna, líf náttúrunnar og litir bárust að eyrum hans og augum í myndum og hrynjandi, og úr þeim skóp hann sinn eigin heim. Vegna vanheilsunnar var hann eðlilega háðari um- * Lorca er móðurnafn, García föffurnafn, en Federico skírnarnafn. Er spænsk venja aff nota bæði ættarnöfnin, og fylgi ég henni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.