Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 40
30 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aðra búfasta vanaþræla. Sígaunum er frámunalega lagið að egna á sig yfirvöld, sem venjulegt fólk hefur lært að umbera, þótt ekki sé nema af illri nauðsyn. Hinar blíðu viðtökur snerust því skjótt í ómannúðlegustu ofsóknir. I flestum vesturevrópulöndum voru allir karlmenn af sígauna- kyni drepnir, ef náðust, en konur og börn kvíuð í tukthúsum — nema galdrakonur brenndar. En tröllasögurnar um spádóms- og galdragáfur sígauna urðu frjór jarðvegur fyrir hjátrú evrópubúa, og eftir að róman- tíkin ruddi sér rúm í skáldskap urðu sígaunar brátt hetjuþjóð í sögum og Ijóðum. Sígaunastúlkan, þessi umkomulitla tötratelpa, varð „kald- rifjuð, svarteyg töfradís, sem hélt þráðum stjórnmálanna í höndum sér og lokkaði ríkis-leyndarmál fram á varir æðstu valdsmanna, meðan þeir hvíldu í faðmi hennar“ (Nexö). Karlmennirnir voru rómaðir sem mestu tónsnillingar veraldar, enda þótt fæstir þeirra kynnu tök á öðrum hljóð- færum en kastanjettum og tambúrínum. Og sígaunakerlingarnar hverfðu hugum manna með alls kyns töfradrykkjum eða þá augunum einum sam- an. Þá voru sígaunadansarnir ekki síður víðfrægir, „þessi dans, sem er gersneyddur allri fegurð og getur einna helzt talizt til hins taumlausa tjáningarfrelsis dýranna,“ eins og Nexö segir; og ummæli Karels Capeks eru svipuð í ferðaminningum hans frá Spáni: „þau dansa hinn venjulega tvídans, karl og kona saman; og konan er subba, ef ég má svo að orði kveða, en karlmaðurinn fruntamenni, sem dregur hana eftir jörðinni“. Og síðast en ekki sízt voru svo sígaunasöngvarnir, sem hafa haldið svo frægð sinni, að milljónungar frá öllum hornum heims flykkjast enn í dag til Andalúsíu til að heyra sígaunana syngja söngva sína í rökkrinu undir olíuviðartrjánum eða á götum úti. Þessi sígaunarómantík er að sjálfsögðu ekki sprottin af engu. Sígaun- ar hafa löngum haft af því atvinnu að spá í lófa, leika á hljóðfæri, dansa og syngja. Nokkrir sígaunar hafa orðið frægir fiðlusnillingar, og furstar og greifar sóttust eftir að hafa þá við hirðir sínar fyrr á öldum. Sígaun- ar eiga einnig gullfallega söngva — t. d. hina svonefndu cante jondo, sem síðar verður að vikið — og þeir hafa átt skáld á heimsmælikvarða, svo sem skáldkonuna Gina Ranjicic. En þetta eru undantekningar, og yfir- leitt standa sígaunar á lágu menningarstigi eins og eðlilegt er, því að þeir hafa aldrei mátt vera að því að læra fyrir flakkinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.